HVÍLÍKUR MUNUR!

Hef verið á ferðalögum frá Reykjavík um Norður- og Norðausturland og hef ekki getað bloggað. Nýi stórglæsilegi vegarkaflinn í Norðurárdal kennir okkur ýmislegt: 1. Beint fjárhagslegt tjón undanfarin ár af slysunum á gamla kaflanum fer langt með að borga þessa framkvæmd. 2. Svipað má segja um ýmsa aðra kafla á þessari leið.  3. Það er hægt að stytta þessa leið um hátt á þriðja tug kílómetra og ná þannig megninu af þeirri styttingu sem Norðurvegur gæti haft í för með sér auk þess sem breikkun vegarins styttir ferðatímann ein og sér.

4. Af framansögðu má sjá að endurbætur á hringveginum eiga að hafa forgang.

5. Með því að malbika þá kafla Kjalvegar, sem þegar er upphækkaður og gera eldri kaflana líka því sem sjá má við Bolabás norðan við Þingvelli er hægt að liðka fyrir ferðamannaumferð og gefa kost á styttri leið milli Suðurlandsundirlendisins og Norðurlands án þess að raska stórlega náttúrunni milli jökla og ræna svæðið því aðdráttarafli dulúðarinnar sem það hefur enn að miklu leyti og hægt er að líta á sem verðmæti í sjálfu sér.  


Bloggfærslur 14. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband