SOFANDI UNDIR STÝRI,- LÍTUM Í EIGIN BARM.

Drengurinn sem sofnaði undir stýri á miðri götu í Grafarvogi er ekki fyrsti ökumaðurinn sem segja má um að sé sofandi undir stýri í umferðinni. Okkur er hollt að líta í eigin barm og fylgjast með hvert öðru þegar við sjáum ótal merki þess að við höfum ekki hugann við neitt annað í umferðinni en okkur sjálf og erum jafnvel upptekin af einhverju allt öðru en akstrinum sjálfum.

Ef við lögum þetta í umferðinni lögum við mikið.


mbl.is Svaf undir stýri á miðri götu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÓÞARFLEGA HÁTT.

Ég sá á flugi yfir Hálslóni fyrir þremur dögum að lónið nær nú alveg inn í jökul. Athygli vekur hve stórt svæði bætist við lónstæðið með síðustu metrunum sem það hækkar og það leiðir hugann að því að óþarfi var að hafa það svona stórt á þeim tíma sem hlýnun lofthjúpsins eykur bráðnun jökla og vatnsmagn í jökulám. Landið sem fer undir við hækkun úr 615 eða 618 metrum í 625 er tiltölulega flatt og það mun auka mjög það svæði sem verður þakið leir snemmsumars og veldur leirfoki sem menn munu fyrst kynnast eftir tæpt ár.
mbl.is Hálslón orðið fimmtíu ferkílómetrar að stærð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband