FEÐGAR Í TVEIMUR LÖNDUM GÁTU SÉÐ BRÓÐUR FARAST Í ÞVÍ ÞRIÐJA.

11. september 2001 var ég á götu í Kaupmannahöfn þegar Örn sonur minn hringdi frá Íslandi og benti mér á að horfa á beina útsendingu frá New York eftir flug þotu á annan tvíburaturninn. Síðan kom önnur þota og flaug á hinn. Annar sonur minn, Þorfinnur, var þennan morgun á ferð í Boston ásamt Friðriki Þór Friðrikssyni og þeir breyttu ferðaáætlun sinni á vesturleið. Hann hefði þess vegna getað verið um borð í annarri þotunni.

Þetta er 21. öldin: Maður getur verið staddur erlendis og horft ásamt syni sínum á Íslandi á það þegar bróðir hans ferst í þriðja landinu.

Hrollvekjandi. Þess vegna hófst 21. öldin í raun á þessum degi fyrir sex árum.


mbl.is Boðað myndskeið með Osama bin Laden birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband