FEÐGAR Í TVEIMUR LÖNDUM GÁTU SÉÐ BRÓÐUR FARAST Í ÞVÍ ÞRIÐJA.

11. september 2001 var ég á götu í Kaupmannahöfn þegar Örn sonur minn hringdi frá Íslandi og benti mér á að horfa á beina útsendingu frá New York eftir flug þotu á annan tvíburaturninn. Síðan kom önnur þota og flaug á hinn. Annar sonur minn, Þorfinnur, var þennan morgun á ferð í Boston ásamt Friðriki Þór Friðrikssyni og þeir breyttu ferðaáætlun sinni á vesturleið. Hann hefði þess vegna getað verið um borð í annarri þotunni.

Þetta er 21. öldin: Maður getur verið staddur erlendis og horft ásamt syni sínum á Íslandi á það þegar bróðir hans ferst í þriðja landinu.

Hrollvekjandi. Þess vegna hófst 21. öldin í raun á þessum degi fyrir sex árum.


mbl.is Boðað myndskeið með Osama bin Laden birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hræðileg upplifun Ómar!
Það byrjaði ekki vel þessi öld og virðist ekkert ætla að batna. Ég man þennan dag eins og hann hefði verið í gær. Lalli kom heim að utan, daginn áður og hafði einmitt verið í Pentagon.

Við erum að horfa á mannskepnuna ganga frá sér á öllum sviðum, .... í beinni útsendingu. Ef við værum geimverur að horfa hérna niður á jarðarmannkynið, myndum við kalla þessa tegund heimska. Við gerum allt sem við getum til að gera jörðina óbyggilega.

Ég rakst á frábæra setningu á blogginu hjá Baldvin J. "Peace is easy, just stop fighting".  If only....... 

Ragnhildur Jónsdóttir, 11.9.2007 kl. 12:26

2 Smámynd: Killer Joe

Já - skelfilegt!

En talandi um skelfilegar uppákomur Ómar, þá var ég fyrir löngu búin að bjóða þér á leiksýninguna okkar Killer Joe.  Ég vil alls ekki skorast undan þessu, og sendi þér hérmeð formlegt boð á sýninguna.  (Næsta sýning er núna á fimmtudaginn, klukkan 20:00 á litla sviði Borgarleikhússins)

Hafðu samband,

Kær kveðja,

Killer Joe

Killer Joe, 11.9.2007 kl. 12:49

3 identicon

Já þetta er eins með það að elst systir mín man hvar hún var þegar Kennedy var myrtur, annars sat ég hjá Kobba á Horninu og borðaði sjávarréttasúpu kom sms frá mbl.is um hryllinginn...En Ómar ég var annars að vellta f.mér hvort þú gætir ekki lánað honum Plla Magg fíatinn þinn fína ef Palli missir jeppann ?http://www.visir.is/article/20070911/FRETTIR01/70911044 ...b.kv.

Hulda (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 12:53

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég var einmitt í flugvél á leiðinni heim frá Hamborg í Þýskalandi. Fengum ekkert að vita í flugvélinni, en samt vissu allir að eitthvað var að, skrítið?

Stemmningin í vélinni bara gjörbreyttist allt í einu, maður sá á andlitum flugfreyjanna að eitthvað mikið var að gerast. Stemmningin í Flugstöðinni var lævi þrunginn, það var eins og okkar hugmynd um "heiminn" hefði verið hrist duglega þennan dag.

Þetta var ömurlegur dagur og afar sorglegur, en síðan þá er búið að drepa tug þúsundir til viðbótar til að hefna fyrir gjörninginn.  Er það "Guðs" vilji?  Eða er það bara í nafni gróðahyggju?

Baldvin Jónsson, 11.9.2007 kl. 14:53

5 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég held að allir muna hvar þeir voru þegar þeir fengu þessar fréttir.  Þetta var sorglegur dagur sem breytti miklu í flugsögu heimsins.

Þórður Ingi Bjarnason, 11.9.2007 kl. 17:11

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er skelfilegt. En ekkert skeflilegra en það að tugþúsundir saklausra borgara hafa farist í Írak vegna stríðsátaka.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.9.2007 kl. 17:19

7 Smámynd: Fríða Eyland

Sendi ukkur ræmu hérna

Þessir atburðir er þeir ljótustu í sögu mannkyns

Fríða Eyland, 11.9.2007 kl. 23:36

8 identicon

Já, kallinn minn. En hver framkvæmdi í raun þessa hriðjuverkaaðgerð? Var það Al-Qaeda? Eða voru það bandaríkjamenn sjálfir? Nýlegar upplýsingar benda vissulega til þess að bandaríkjamenn hafi gert þetta sjálfir til að hafa ástæðu til að byrja stríð í Írak. Ótrúlegt, já. En satt? Mögulega. BBC þáttur sem þú ættir að leita uppi. Ótrúlegt.

Óskar Jóhannesson (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 00:02

9 Smámynd: Gunnar Kristinn Björgvinsson

Stutt skilur milli feigs og ófeigs. 

Bróðir minn var einmitt á ráðstefnu í Nýju Jórvík þessa daga.  Deginum fyrir árásina eyddi hann í umræddum tvíburaturnum.  Mér var því vissulega brugðið þegar ég heyrði fréttirnar þennan dag.

Þegar þessi árás átti sér stað var ég skálavörður inni í Básum.  Eins og svo margir aðrir man ég alveg hvar og hvernig ég heyrði fréttirnar.  Ég sat og hlustaði á hádegisfréttirnar og inni í skálavarðarherberginu var staddur leiðsögumaður sem var einmitt með bandarískan hóp í dagsferð.  Eins og gefur að skilja setti okkur báða hljóða.

Eftir stundarþögn sagði sá ágæti maður; hvað á ég að segja þeim?

Ég hugsaði málið um stund og sagði honum svo að segja ekki neitt fyrr en þau kæmu í bæinn.  "Láttu þau njóta dagsins.  Þetta gæti verið seinasti dagur ferðarinnar sem þau njóta".

 Ég spurði mig síðar hvort ég hefði gert rétt.  Og svo sannfærði ég mig um að ég hefði gert það.  Að segja fólkinu frá þessu hefði ekki breytt neinu fyrir neinn. Það hefði engum mannslífum bjargað.  Og vonandi nutu þau dagsins því veðrið þennan dag á Goðalandi var alveg guðdómlegt. 

Gunnar Kristinn Björgvinsson, 12.9.2007 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband