15.9.2007 | 17:58
ÚTSVAR FER VEL AF STAÐ.
Nýi spurningaþátturinn Útsvar fer vel af stað að mínum dómi. Sigmar sjóaður og pottþéttur og Þóra Arnórsdóttir er einhver skærasta vonarstjarnan í íslensku sjónvarpi. Mjög góð byrjun hjá henni.
Byrjunarhnökrar eins og að sýna ekki báða "hlauparana" samtímis þegar þeir nálgast bjölluna verða væntanlega sniðnir af.
Mér finnst ekki að það eigi að þyngja spurningarnar um of því að það er gott að þeir sem heima sitji geti svarað stórum hluta þeirra. Þannig dragast áhorfendur óbeint betur inn í þáttinn og lifa sig inn í hann.
Í beinni útsendingu getur orðið tímapressa hjá þáttastjórnendum í lokin og kannski var það ástæða þess að spyrlarnir ýttu að mínum dómi ekki nóg undir spennuna á lokasprettinum með því að gefa sér tíma til að pæla í stöðunni og koma þvi yfir til áhorfenda.
Allt í einu var þátturinn búinn.
En þetta eru smávægileg atriði miðað við allt það sem fórst vel úr hendi og ég óska þættinum og aðstandendum hans velgengni og vinsælda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.9.2007 | 02:11
REVA, VALKOSTUR SEM EKKI FÆR AÐ NJÓTA SÍN.
Litli rafbíllinn Reva sem kynntur verður um helgina geldur þess að hann nýtur þess í engu hve lítið rými hann tekur í gatnakerfinu. Ef þetta væri annar af tveimur bílum í fjölskyldunni myndi losna gríðarlegt pláss á götunum og því vil ég enn og aftur benda á tillögur mínar um lengdargjald á bíla. Venjulegt fólk getur ekki keypt bílinn vegna þess að það verður að eiga annan bíl með honum. Reva hefur of lítið drægi til þess að hægt sé að fara á honum út af höfuðborgarsvæðinu nema menn hafi tíma til að stansa og bíða eftir því að hlaða batteríin.
Bíllinn tekur þrjá í sæti, en þó varla fullvaxinn í aftursætið. Hann hefur minnsta beygjuhring í flotanum og er 20 sentimetrum mjórri en Smart. Báðir þessi bílar ættu að njóta þess hve lítið rými þeir taka. Ég hef reynslu af því að aka minnsta bílnum í íslenska flotanum og kostirnir eru yfirgræfandi í þrengslunum í borgarumferðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)