Kínverjar með trompin á hendi ?

Rétt eins og 1929 voru stóru upphæðirnar sem nefndar voru sem "eignir" í hlutabréfum og peningum aðeins huglæg gildi. Þetta sést best á hruninu nú.

Það verður afar spennandi að sjá hvað verður um allar skuldirnar því þegar þessar svonefndu eignir hafa fallið niður úr öllu valdi verða skuldirnar hærri, jafnvel svo mjög að þjóðir heims skuldi meira en þær eiga í peningum og bréfum talið.

Svo virðis sem ein þjóð, Kínverjar, standi þá uppi með pálmann í höndunum. Það er vegna þess hvílík býsn aðrar þjóðir, ekki síst Bandaríkjamenn, skulda þeim. Eignir Kínverja dreifast um víða veröld og þeir eru í lykilaðstöðu.

En ef menn vilja líkja þeim við sníkjudýr sem lifir á hýslinum, þá gildir hið sama og í lífríkinu, að sníkillinn má ekki ganga of hart að hýslinum, því að á því tapa þeir báðir.

Lækkun skulda og niðurfelling er því ferli sem hlýtur að fylgja kreppunni og verður að hafa á bak við eyrað þegar hver reynir að bjarga sínu skinni.


mbl.is Um 90% lækkun á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægt og bítandi.

Hægt og bítandi eru loksins að birtast tölur og upplýsingar um bankahrunið, en þó afar hægt. Jón Ásgeir Jóhannesson telur sig ekki hafa valdið því hvernig fór í stórri Morgunblaðsgrein í dag og kveðst aðeins hafa verið með um 6% af þeim fjármunum umleikis sem til umræðu eru.

Í flestum greinum erlendum og innlendum um hrunið er sagt að um þrjátíu manns hafi borið ábyrgð á því hvernig fór. Það þýðir að að meðaltali hefur hver þeirra átt 3,3% hlut í því eða næstum helmingi minni en Jón Ásgeir kveðst hafa átt.

Niðurstaðan virðist því geta orðið sú að vegna þess hve lítinn hlut hver á í hruninu í heild beri enginn ábyrgð.

Sem aftur leiðir til þess að ábyrgð þeirra, sem voru við stjórnvölinn og áttu að fylgjast með, setja reglur og hafa eftirlit, þ.e. ríkisstjóprn, Seðlabanki og Fjármálaeftirlit bera hlutfallslega meiri ábyrgð hver um sig en þrjátíumenningarnir. Því neita þó allir.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu og því hvort nokkur muni að lokum taka á sig neina ábyrgð og hvort nokkurn tíma komi öll kurl til grafar. Mun þjóðin sætta sig við það?


mbl.is Engar ólögmætar færslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband