Kínverjar með trompin á hendi ?

Rétt eins og 1929 voru stóru upphæðirnar sem nefndar voru sem "eignir" í hlutabréfum og peningum aðeins huglæg gildi. Þetta sést best á hruninu nú.

Það verður afar spennandi að sjá hvað verður um allar skuldirnar því þegar þessar svonefndu eignir hafa fallið niður úr öllu valdi verða skuldirnar hærri, jafnvel svo mjög að þjóðir heims skuldi meira en þær eiga í peningum og bréfum talið.

Svo virðis sem ein þjóð, Kínverjar, standi þá uppi með pálmann í höndunum. Það er vegna þess hvílík býsn aðrar þjóðir, ekki síst Bandaríkjamenn, skulda þeim. Eignir Kínverja dreifast um víða veröld og þeir eru í lykilaðstöðu.

En ef menn vilja líkja þeim við sníkjudýr sem lifir á hýslinum, þá gildir hið sama og í lífríkinu, að sníkillinn má ekki ganga of hart að hýslinum, því að á því tapa þeir báðir.

Lækkun skulda og niðurfelling er því ferli sem hlýtur að fylgja kreppunni og verður að hafa á bak við eyrað þegar hver reynir að bjarga sínu skinni.


mbl.is Um 90% lækkun á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda kannski margt af þessu loftbólupeningar með vöxtum sem standast ekki raunveruleikann? Peningar eru bara hugtak og ímynd skapað af mönnum til að tákna raunverulegan auð. Maðurinn hefur látið væntingar og ímyndaðan hagnað koma að einhverju leyti í staðinn fyrir raunverulegan auð sem hægt er að festa hendur á. Peningar eru því jafn mikið raunverulegir og óraunverulegir þar sem hluti af þeim tákna raunverulegan auð en annar hluti táknar væntingar og ímyndaðan auð.

Ari (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 13:29

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég myndi ekki kalla þá sníkjudýr. Miklu frekar vínsala sem sjá fram á viðskiptavinina drekka sig til dauða. Það kemur sér auðvitað illa ef viðskiptavinirnir drepast, svo það er um að gera að hjálpa þeim að standa í lappirnar svo þeir geti keypt sér annan.

Villi Asgeirsson, 30.12.2008 kl. 15:09

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Góðir punktar hér. Það er hárrétt að BNA er í djúpum s#&t gagnvart Kínverjum núna. Spurning hvort þeir enda ekki bara með því að taka Formósu upp í skuldirnar...?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.12.2008 kl. 15:40

4 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Kínverjar eru líka mjög háðir könunum. Fyrir utan það að þeir eru væntanlega að borga þeim vexti af öllum þessum lánum þá skiptir útflutningur kínverja til USA þá verulegu máli.  Bandaríska hagkerfið er ennþá það lang stærsta í heiminum, miklu stærra en mann grunar.

Þorsteinn Sverrisson, 30.12.2008 kl. 16:42

5 Smámynd: Offari

Já ég hef verið á þeirri skoðun að best væri að afskrifa allar skuldir um 40% og ná þannig snöggri niðursveiflu.  Ef við skoðum spár um þ.róun fasteignaverð þá er spáð 20% verðlækkun núna og að verðið muni rísa aftur eftir milka dívu árið 2011.  Það bíða allir eftir dívuni því ekki bara að skella henni á strax og klára þann hluta kreppuna með hvelli.

Offari, 30.12.2008 kl. 18:17

6 Smámynd: Ingólfur T Garðarsson

Ómar,  veistu hvað vandamál kínverjar standa frammi fyrir.  Vöruhús full af vörum sem ekki seljast.  Þeirra stærstu fyrirtæki og reyndar flest þeirra fyrirtæki hafa aldrei staðið undir sér.  Svona gengisskráning sem þú þekkir frá Íslandi.  Kína stendur frammi fyrir geigvænlegum vandamálum því miður.  Þú verður að fylgjast betur með.  Þeir eru búnir að setja öryggissveitir sínar í viðbragðsstöðu vegna komandi vandræða 2009.

Heldur þú að Kiddi sleggja sé eitthvað í vandræðum???...er hann ekki annars kallaður Kiddi sleggja?..

Ingólfur T Garðarsson, 30.12.2008 kl. 22:17

7 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Ha? Ómar, hvenær fór banki að vera snýkill, og við hýslar ?.Er AGS (alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) snýkill. Og erum við þá hýslar ? Er þá fjármálaumhverfi sem hvetur þá sem eiga pening aflögu, til að leggja þá inn í banka, til að lána þeim sem þurfa fé til uppbyggingar, snýklar og hýslar ? Ertu ekki í lagi ? Hvaðan ætlarðu að fá atkvæðin þín næst ? Sv: Frá folki sem á ekki neitt og fær hvergi lán til að gera neitt og hefur ekki hugsun á neinu.

Eigum við að hverfa til þess tíma er fólk skipti á signum fiski og söltuðum kjötbita. Og reitti ullina af rollunum til að búa sér flíkur til að vera í.

Ég er farinn að efast um pólitíska hæfni þína.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 30.12.2008 kl. 22:39

8 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Og hvað er þetta með Kristinn H. Gunnarson ?

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 30.12.2008 kl. 22:42

9 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Afsakið

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 30.12.2008 kl. 22:49

10 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það má margt segja um þetta með Kínverjana. Arabarnir, sem hafa þegið alla dollara USA og fleiri olíuinnflytjenda, hafa fjárfest í sömu löndum og því hefur ekki orðið hrun vegna alls þess viðskiptaójöfnuðar sem af þessu fyrirkomulagi leiddir. Arabar eiga nú stóran hluta allra fyrirtækja í USA.

Kínverjar hafa aftur á móti ekki verið að fjárfesta í USA fyrir þá dollara sem farið hafa yfir Kyrrahafið. Að mínu mati er það ein megin ástæðan fyrir því að bólan í USA sprakk. Sú sprenging var auðvitað knúin áfram af kostnaðinum við Íraksstríðið, en meginástæðan er sá mikli flutningur fjármagns sem stafar af rangri gengisskráningu Kínverja.

Maður er hræddur við að þegar heimurinn verður kominn á brunaútsölu, opni Kínverjar skemmur sínar og kaupi stóran hluta fyrirtækja heimsins á spottprís og sporin hræða hvað varðar virðingu fyrir réttindum og mannvirðingu.

Vonandi er ég of svartsýnn.

Gestur Guðjónsson, 30.12.2008 kl. 23:40

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þið megið ekki misskilja samlíkingu Ómars, þetta með sníkilinn og hýsilinn, hún er ágæt og skemmtileg. En þetta með afskrifun skulda.... sennilega skuldum við ekki nógu mikið. Ætti ég að segja því miður?

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.12.2008 kl. 00:50

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þakka þér fyrir, Gunnar. Það má meira að segja tala um að kanarnir hafi verið sníkjudýr á Kínverjunum að því leyti til að fá þá til að lána sér fyrir ofneyslu sinni.

Sambandið gildir auðvitað í báðar áttir og öll stórveldin eru í vanda því kreppan hittir alla fyrir allir eru háðir öllum og þrífast hver á öðrum.

Ómar Ragnarsson, 31.12.2008 kl. 02:37

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Það bíða allir eftir dívuni því ekki bara að skella henni á strax og klára þann hluta kreppuna með hvelli." - Offari

Hittir naglann á höfuðið, en það er nákvæmlega þetta sem við erum að ganga í gegnum núna. Ef húsnæðisverð á Íslandi er skoðað með tilliti til verðbólgu og umreiknað yfir í erlendan gjaldmiðil með tilliti til gengisþróunar, þá er raunvirðið búið að vera í frjálsu falli um allnokkurt skeið nú þegar! Ljósi punkturinn við það er hinsvegar eins og liggur í orðum Offara, að með því "skella þessu á strax" og að Íslandi skuli hafa verið fyrst til að falla fyrir kreppunni öðlumst við tækifæri. Sá sem verður fyrstur til endurreisnar að hruninu loknu mun öðlast forskot á aðra og hér á Íslandi er uppbyggingin nú þegar hafin!

Útlitið er mjög dökkt í Bretlandi um þessar mundir og einnig má búast við að sjálft dollarahagkerfið muni lenda í gjaldmiðilskreppu á næstunni. Kínverski seðlabankinn er t.d. nú þegar byrjaður að losa sig við dollarana sína. Þeir ætla að taka upp þá stefnu að nota sinn eigin gjaldmiðil, yuan, sem gjaldeyrisvarasjóð í stað dollars og munu þrýsta á aðrar þjóðir í Asíu að taka hann upp í milliríkjaviðskiptum. Tilkynningin um þetta var merkilega tímasett, á jóladag, þannig að áfallið á dollarann yrði ekki eins skyndilegt en þetta á eftir að byrja að síast inn þegar líður á 2009, fylgist bara með...

Guðmundur Ásgeirsson, 9.1.2009 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband