ÍSLAND Í SVÍÞJÓÐ: "ONE NIGHT STAND."

Var að koma til landsins frá Stokkhólmi eftir ferð um Noreg og Svíþjóð. Komst að því þar í samtölum við fólk, sem fer á milli Svíþjóðar og Íslands, að því finnst nöturlegt að vera oft á tíðum samferða hópum sænskra karlmanna, sem eru á leið til Reykjavíkur í helgarferð til að upplifa hina umdeildu og umræddu "one night stand" auglýsingu sem virðist hið eina sem hægt sé að festa hönd á í Svíþjóð varðandi það hvað sé að sækja hingað fyrir Svía.

Þetta fólk segist ekki sjá neinar alvöru auglýsingaherferðir um hina einstöku náttúru Íslands sem æ fleiri málsmetandi aðilar erlendis eru að uppgötva sem mestu auðlind og verðmæti landsins, ekki bara fyrir Íslendinga, heldur allan heiminn.

Fleiri ferðamenn eru lokkaðir um langan veg til Lapplands yfir veturinn en koma til Íslands allt árið til að upplifa fernt, sem þar er selt: Þögn, kulda, myrkur og ósnortna náttúru.  

Hinir íslensku viðmælendur mínir í Svíþjóð segjast ekki sjá neitt að gerast hjá okkur í þá veru að láta vita af því hvað hingað er að sækja annað en óstjórnlega villt næturlíf í Reykjavík, sérhannað fyrir sænska karlmenn.  


Bloggfærslur 17. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband