ÍSLAND Í SVÍÞJÓÐ: "ONE NIGHT STAND."

Var að koma til landsins frá Stokkhólmi eftir ferð um Noreg og Svíþjóð. Komst að því þar í samtölum við fólk, sem fer á milli Svíþjóðar og Íslands, að því finnst nöturlegt að vera oft á tíðum samferða hópum sænskra karlmanna, sem eru á leið til Reykjavíkur í helgarferð til að upplifa hina umdeildu og umræddu "one night stand" auglýsingu sem virðist hið eina sem hægt sé að festa hönd á í Svíþjóð varðandi það hvað sé að sækja hingað fyrir Svía.

Þetta fólk segist ekki sjá neinar alvöru auglýsingaherferðir um hina einstöku náttúru Íslands sem æ fleiri málsmetandi aðilar erlendis eru að uppgötva sem mestu auðlind og verðmæti landsins, ekki bara fyrir Íslendinga, heldur allan heiminn.

Fleiri ferðamenn eru lokkaðir um langan veg til Lapplands yfir veturinn en koma til Íslands allt árið til að upplifa fernt, sem þar er selt: Þögn, kulda, myrkur og ósnortna náttúru.  

Hinir íslensku viðmælendur mínir í Svíþjóð segjast ekki sjá neitt að gerast hjá okkur í þá veru að láta vita af því hvað hingað er að sækja annað en óstjórnlega villt næturlíf í Reykjavík, sérhannað fyrir sænska karlmenn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Þetta er ömurleg staðreynd víst. Ég hef heyrt um þetta og mér finnst þetta niðurlæging fyrir okkar land og sem landkynningu. Það er nú heldur ekki fagurt oft mannlífið í miðbænum um helgar. Landið okkar hefur svo margt upp á að bjóða og við eigum meðal annars að stefna á heilsuparadís. Við eigum nóg af heitu vatni til að útbúa algjöra vatnaparadís. Við erum með Bláa Lónið, Laugar, allr okkar ágætu sundlaugar og svo er bara að bæta við. Við eigum fullt af fólki sem eru að gera gífurlega góða hluti í heilsueflingu og líkamsrækt. Þetta eigum við að selja.

Sigurlaug B. Gröndal, 17.2.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það væri ef til vill við hæfi í framhaldi af þessum bollaleggingum og okkur hinum til fróðleiks, að fá upplýst hvaða fyrirtæki auglýsti landið okkar á þennan hátt.

Ekki væri síður fróðlegt að vita hvað Alþingi samþykkti háar upphæðir til að styrkja viðkomandi fyrirtæki í áróðursherferðinni.

Benedikt V. Warén, 17.2.2008 kl. 23:14

3 identicon

Þetta hef ég alldrei heyrt minnst á þó ég hafi  búið 11 ár í Svíþjóð á hinum ýmsu stöðum. Hvaða menn umgekkst þú eiginlega?

kristján (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 03:10

4 identicon

Hef búið í suður Svíþjóð í næstum tíu ár og það eina sem ég hef séð eru auglýsingar (nokkuð góðar) frá Flugleiðum og heimildarþættir um Íslenska hestinn í sjónvarpi. Hef ekkert orðið var við tal (eða auglýsingar) um óstjórnlegt næturlíf í Reykjavík.

Eygló Daða (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 07:58

5 identicon

Hann er að tala um auglýsingu Flugleiða. Hún var "Have a one night stand in Iceland"

Guðrún (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 09:36

6 identicon

Þetta hef ég séð í Englandi. Risa posters frá flugleiðum. Annað var, One night stand in Iceland, og hitt var Dirty weekend in Iceland. Verð að segja að þeir ættu að skammast sín. Hverskonar minnimáttarkend er þetta. Er þetta það eina sem er að bjóða? Hef verið erlendis í 16 ár og verð að segja að það er frekar pínlegt þegar fólk vindur sér að manni og spyr út í þetta.

Belfast (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 10:35

7 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Af hverju er engin auglýsing á þessari bloggsíðu?

Þór Ludwig Stiefel TORA, 18.2.2008 kl. 10:52

8 identicon

Ímynd Reykjavíkur - 101 Reykjavík - er borg gleðinnar og óstjórnlegs næturlífs. Og ímyndin selur - ferðalangar í "strákaferðum" heimsækja næturlífið í Reykjavík, kanski í von um að það sé eitthvað "betra" en heimafyrir. Ég hef það fyrir satt að næturlíf í Reykjavík sé ákaflega líkt næturlífi í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Osló og víðar. Það gengur út á það sama. Ímyndin er hinsvegar önnur og samkvæmt henni á Reykjvík að bera af - einfaldlega meira af öllu! Og svo er ímynd Reykjavíkur ódýr - fram og til baka og hótel fyrir lítið. Ímynd Íslands er ekki sú sama og ímynd Reykjavíkur. Ímynd Íslands segir að það sé dýrt að ferðast til og um Ísland. Enn þann dag í dag hitti ég norðmenn sem halda að það þurfi sérútbúna bíla til að ferðast um landið.
Hvort sem í hlut eiga opinberir aðilar eða ferðaþjónustuaðilar þá vantar mikið upp á að kynning á Íslandi sem ferðalandi og almennt sem landi hafi tekist. Það er af nógu að að taka sem verkur áhuga.

Albert Einarsson (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 11:58

9 Smámynd: Jón Ragnarsson

Af hverju erum við ekki að auglýsa á Discovery eða Travel Channel? Ég horfi töluvert á þessar rásir, og sé oft auglýsingar frá Tyrklandi, Kýpur, Indlandi og jafnvel Finnlandi? Í hverju er aðstoð Ríkisins fólgin við innlendan ferðaiðnað? Ég fæ stundum á tilfinninguna að þeir peningar fari í vasan á bröskurum.

Jón Ragnarsson, 18.2.2008 kl. 12:01

10 identicon

Þetta er því miður rétt, íslenskar stelpur eiga það til að vera lauslátar

Gunni (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 15:10

11 identicon

Æ alltaf er sorglegt þegar menn stökkva í þann gír að kalla konur lauslátar. Átta menn sig ekki á því hversu karlrembulegt og gamaldags það er?

Það mætti halda á þeim sem tala svona að íslenskir karlmenn stunduðu ekki kynlíf. Eru þeir sem tala svona allir hreinir sveinar eða eru þeir svona fastir í þessu double standardi þar sem konur sem stunda kynlíf eru druslur og lauslátar en karlmenn sem stunda kynlíf eru kvennamenn og pleyerar?

Guðrún (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 16:20

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er náttúrulega voðalegt "tabú" að tala um að konur á Íslandi séu lauslátar. En það eru nú samt eftirmæli sem margir túristar hafa um þær og ég skil ekki afhverju þeir/þær sem vilja draga fjöður yfir það, skuli benda á að karlmennirnir séu ekkert skárri. "Svo má böl bæta, að benda á annað verra", sagði skáldið (ca)

Annars hef ég heldur ekki orðið var við að útlendingar komi hingað til lands vegna þessa meinta stimpils sem hérlendar konur ku hafa á sér. Þó hef ég heyrt um sænska millistjórnendur hjá stófyrirtæki sem komu hingað á "dirty weekend". Er ekki ágætt að fá þá hingað blessaða, það er ekki eins og þetta séu einhverjir kynferðisglæpamenn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.2.2008 kl. 18:19

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Góð athugasemd þarna fyrrum um kví þú ert auglýsíngafrír.  Mættir nú upplýsa okkur pöbulinn um það í næstu færslu, ven.

En ég get nú af kynnum mínum af því alþjóðafyrirtækasamstarfi sem að ég tók þátt í fyrir hönd Securitas í áratug á sínum tíma, alveg vottað það að svíarnir skömmuðust sín alveg fyrir að geta ekki boðið upp á það sama frítt & þeir fengu hér á landi, fyrir drykk eða tvo á börum bæjarins.

Steingrímur Helgason, 19.2.2008 kl. 00:34

14 identicon

Tabú að tala um að konur á ÍSlandi séu lauslátar? Maður hefði frekar haldið að það væri norm og regla og afskaplega hvimleitt rugl.

Hvort sem fólk á Íslandi er lauslátt eða ekki er þessi tvískinnungsháttur varðandi kynin óþolandi og gamaldags. Af hverju eiga konur að stunda minna kynlíf en karlar? Og hverjum eiga karlarnir þá að sofa hjá? HVer öðrum?

Ég segi annars það sama og ég er vön að segja þegar íslenskir karlmenn nöldra yfir því að íslenskar konur séu lauslátar: "Ef íslenskir karlmenn eru svo miklir púrítanistar að þeir líta á það sem drusluskap að stunda kynlíf, nú þá er ekki skrítið ef við leitum til útlendingana til að fá drátt..."

Hildur (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 09:37

15 identicon

Eru íslenskir karlmenn lauslátir?

Rómverji (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 09:55

16 identicon

Meginmunurinn á lauslæti karla og kvenna er að mínu mati að karlarnir eru ekkert að þykjast vera annað en þeir eru þegar talað er um lauslæti og framhjáhald en þegar talað er um það við konur þá ljúga þær helst og eru ekki síður duglegar en karlar að halda framhjá en ef það er talað um það þá er það karlremba og svínsháttur.

Ég tel ástæðuna fyrir því að lauslæti kvenna er talinn verri súa að þær halda að þær séu fullkomnar og vilja ekki heyra á þetta minnst.

GunniJ (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 10:07

17 identicon

Hvaða rugl er þetta? Ljúga karlar ekkert til um það þegar þeir halda framhjá? Aldrei hef ég lesið aðra eins dómadags vitleysu.

Auðvitað á fólk ekki að halda framhjá, hvorki karlar né konur, en að öðru leyti á fólk að fá að eiga sitt einkalíf í friði. Hverjum kemur það við hverjum þú sefur hjá? Eða ég. Er einhver upplýsingaskylda um það?

Ég þekki konur sem draga úr fjölda rekkjufélaga þegar þær eru spurðar um það af því að þær vilja ekki vera stimplaðar sem druslur, sem þær telja að gerist ef þær segi sannleikann. Ástæðan er ekkert annað en tvískinnungsháttur kynjanna.

Hildur (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 10:14

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Der skal to til segir Danskurinn. Mér finnst alltaf svolítið skondið þegar verið er að gera kynjamun varðandi lauslæti. Ef karl heldur fram hjá getur hann yfirleitt ekki gert það nema með konu (nema hann sé hommi) og öfugt, kona getur yfirleitt ekki haldið fram hjá nema með karli. Útkoman: Jafntefli, eða hvað?

Ómar Ragnarsson, 19.2.2008 kl. 15:31

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Ef íslenskir karlmenn eru svo miklir púrítanistar að þeir líta á það sem drusluskap að stunda kynlíf, nú þá er ekki skrítið ef við leitum til útlendingana til að fá drátt..."

Annars geta nú fáar konur afgreitt marga karla og öfugt, svo jafntefli er nú ekki gefið í þessu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.2.2008 kl. 18:00

20 identicon

Jú Gunnar, það er alveg rétt. En ef það er rétt sem íslenskir karlmenn eru alltaf að væla yfir, að  konurnar séu "lauslátar" en ekki þeir, þá bendi ég á að þeir eru nú ekki beinlínis að gera sjálfa sig meira aðlaðandi með því að kalla þær lauslátar eða druslur -heldur má kannski segja að það sé orsök en ekki afleiðing.

Annars held ég að þetta sé alveg rétt hjá Ómari, útkoman er alltaf jafntefli þótt innan ákveðinna þjóða geti hugsanlega verið einhver munur. Sem ég held þó að eigi ekki við á Íslandi.

Hildur (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 14:04

21 identicon

Er alveg sammála þér Hildur. Hef ekki tekið eftir því að íslenskir karlmenn stundi ekki kynlíf og séu allir hreinir sveinar. Sem maður mætti halda út frá halelúja talinu þegar karlmenn fara að tala um lauslæti kvenna.

Karlmönnum finnst alveg eðlilegt að þeir eigi að geta stundað skyndikynni og í raun stundað kynlíf eins og þeim sýnist. En þegar konur gera það þá eru þær druslur.

Eins og ég segi, þetta er bara gamli double standardinn. Finnst að margir karlmenn þurfi nú að taka upp aðeins nútímalegri hugsunarhátt þegar kemur að þessum málum.

Það er komið árið 2008 ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum.

Guðrún (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 16:17

22 identicon

Svo er það nú náttúrlulegt eðli karlmannsins að sængja hjá sem flestum konum til þess að hann fjölgi sér sem mest og tryggi afkomu gena sinna og hjá konum að halda sig við einn maka og ala upp börnin til þess að þau komist af. Alveg eins og í dýrararíkinu sem við tilheyrum og er sorglegt að sjá hvað samfélagið er að reyna að breyta okkur.

GunniJ (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 18:22

23 identicon

Náttúrulegt eðli? Hvaðan hefurðu eiginlega þetta rugl? Hellisbúanum?

Hvaða vísindalegu rannsóknir hafa sýnt að það sé í eðli kvenna að vera bara með einum maka og ala upp börnin?

Guðrún (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 19:28

24 identicon

Guðrún, þetta er engin vísindakenning, þetta er bara klassísk sjálfsblekking karlrembnanna sem eru ginnkeyptar fyrir ódýrum afsökunum fyrir til dæmis framhjáhaldi.

Ég held annars að ef þetta væri satt sem hann segði, þá væri alveg nauðsynlegt að meginþorri karlmanna væri samkynhneigður.

Hildur (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband