20.2.2008 | 23:59
EKKERT EINSDÆMI, ÞVÍ MIÐUR.
Það er því miður ekki einsdæmi sem hermt er um hraksmánarlega lágar launagreiðslur í útlöndum. Eitt af því sem bar á góma á stórgóðum tónleikum á vegum Bubba Morthens í kvöld gegn fordómum, var hvernig hér á landi hefur of oft verið komið fram við erlent verkafólk í hraklegum launum og óforsvararandi aðbúð.
Þar hafa ríkir Íslendingar á mælikvarða hins erlenda verkafólks nýtt sér aðstöðumun sinn á þann hátt að slíkt ætti ekki að líðast. Er vonandi að slíkt verði á undanhaldi þótt nú hægi á þenslunni.
![]() |
Greiddi starfstúlku 183 krónur í tímakaup |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2008 | 12:54
MARGT ER LÍKT MEÐ SKYLDUM.
Í ferð um Norður-Noreg fyrir áratug vakti það athygli að á einum stað þar sem komið var í land á ferju, blasti við risavaxin stytta og undir henni stóð þessi áletrun: "Stærsti jólasveinn í heimi." Þetta var svolítið skondið svona um hásumar og ég hugsaði með mér að engum nema Norðmönnum og Íslendingum gæti látið sér detta svona lagað í hug. Svipað kemur upp í hugann við fréttina frá Klakksvík um stærsta frímerki heims, sem þar hefur verið sett upp.
Mér er það ógleymanlegt þegar ég, aðeins 14 ára gamall, kom í júlí 1955 ásamt hópi ungmenna frá Íslandi siglandi á Dronning Alexandrine til Klakksvíkur frá Íslandi í logni og heiðríkju. Klakksvík hafði það sama ár komist í fréttirnar á Norðurlöndum vegna pólitísks deilumáls sem ég man nú ekki nógu vel hvað var til þess að fara út í það. Hitt man ég að þetta mál setti eyjasamfélagið á annan endann um hríð og olli miklum deilum.
Klakksvík var fyrsta erlenda byggðarlagið sem við unglingarnir komum til og fannst okkur það furðu líkt álíka stórum byggðarlögum á Íslandi s. s. Neskaupstað. 1955 fóru áttu íslenskir unglingar yfirleitt ekki kost á því að fara til útlanda og því varð siglingin til Danmerkur okkur minnisstæð. Í hönd fór sigling um sundin milli eyjanna með viðkomu í Þórshöfn og Trangisvogi á Suðurey. Eftir slík kynni af Færeyjum við bestu hugsanlegar aðstæður eiga þær sérstakan sess í huganum og því finnst mér það ekki algerlega út í hött að tímaritið National Geographic skuli hafa kynnt þær sem fremstar allra eyja fyrir ferðamenn.
Það er umhugsunarefni fyrir Íslendinga að okkar land lenti í 9. sæti en það er efni í annan bloggpistil.
![]() |
Risafrímerki afhjúpað í Klakksvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)