MARGT ER LÍKT MEÐ SKYLDUM.

Í ferð um Norður-Noreg fyrir áratug vakti það athygli að á einum stað þar sem komið var í land á ferju, blasti við risavaxin stytta og undir henni stóð þessi áletrun: "Stærsti jólasveinn í heimi." Þetta var svolítið skondið svona um hásumar og ég hugsaði með mér að engum nema Norðmönnum og Íslendingum gæti látið sér detta svona lagað í hug. Svipað kemur upp í hugann við fréttina frá Klakksvík um stærsta frímerki heims, sem þar hefur verið sett upp.

Mér er það ógleymanlegt þegar ég, aðeins 14 ára gamall, kom í júlí 1955 ásamt hópi ungmenna frá Íslandi siglandi á Dronning Alexandrine til Klakksvíkur frá Íslandi í logni og heiðríkju. Klakksvík hafði það sama ár komist í fréttirnar á Norðurlöndum vegna pólitísks deilumáls sem ég man nú ekki nógu vel hvað var til þess að fara út í það. Hitt man ég að þetta mál setti eyjasamfélagið á annan endann um hríð og olli miklum deilum.

Klakksvík var fyrsta erlenda byggðarlagið sem við unglingarnir komum til og fannst okkur það furðu líkt álíka stórum byggðarlögum á Íslandi s. s. Neskaupstað. 1955 fóru áttu íslenskir unglingar yfirleitt ekki kost á því að fara til útlanda og því varð siglingin til Danmerkur okkur minnisstæð. Í hönd fór sigling um sundin milli eyjanna með viðkomu í Þórshöfn og Trangisvogi á Suðurey. Eftir slík kynni af Færeyjum við bestu hugsanlegar aðstæður eiga þær sérstakan sess í huganum og því finnst mér það ekki algerlega út í hött að tímaritið National Geographic skuli hafa kynnt þær sem fremstar allra eyja fyrir ferðamenn.

Það er umhugsunarefni fyrir Íslendinga að okkar land lenti í 9. sæti en það er efni í annan bloggpistil.


mbl.is Risafrímerki afhjúpað í Klakksvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta deilumál var útaf lækni sem dönsk stjórnvöld vildu losa sig v. og setja inn nýjan. Nokkuð skondið.  Hér neðarlega er frásögn frá atburðinum http://10000tw.blogspot.com/2006/05/landi-norurljsanna-e-einar-m.html

Má til með að segja frá því líka NY Times í fyrra kom þessi mjög svo skemmtilega grein um Færeyjar http://www.nytimes.com/2007/03/25/travel/tmagazine/03well.faroes.t.html

Ari (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 03:41

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það eina sem við höfum að bjóða, sem eitthvað er svipað og í Færeyjum, eru Vestmannaeyjar. Þeir sem hrifnir eru af svona "eyjalífi" fara auðvitað til Mekka þess, þ.e. Færeyja. Ferðamenn átta sig fljótlega á því, að þeir fá "allan" pakkann í ferð til Íslands, ekki bara eitthvert eitt... eða tvennt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.2.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband