13.3.2008 | 09:42
SAMA OG Í RALLINU.
Á tímabili fjölgaði banaslysum mjög í heimsmeistarakeppninni í ralli. Þetta var í kringum 1990 þegar ofurbílar voru komnir til sögunnar með yfir 500 hestala vélar og annað eftir því. Samt voru þarna við stýrið færustu ökumenn heims. Við þessu fannst aðeins eitt ráð, - að draga úr aflinu og hraðanum og þá fækkaði slysunum. Fleira var að vísu gert en minnkun aflsins og þar með getu bílsins til að komast upp á óviðráðanlegan hraða reyndist lang áhrifamest.
![]() |
Skíðaslysum fjölgar í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.3.2008 | 09:37
VÖLLURINN OG FLUGIÐ EIGA ÞAÐ INNI.
Flug hefur verið stundað samfellt í á sjöunda áratug á Reykjavíkurflugvelli. Síðustu árin hefur enginn samgöngumáti mátt þola það sem flugfarþegar og flugið almennt hefur mátt þola á hér í Reykjavík. Þegar menn horfa í kostnaðinn við að leysa þetta mál ættu þeir að horfa yfir þetta 62ja ára tímabil í heild og líta þannig á það sem gert verður, að völlurinn og flugið eigi það inni eftir 62ja ára aðgerðarleysi.
Ef það fer svo að flugið flyst á endanum og það kostar að breyta eða rífa eitthvað, þá það. Það ástand að aðeins eitt innanlandsflugfélag hafi aðstöðu á vellinum, ef aðstöðu skyldi kalla, er hliðstætt því að aðeins eitt landflutningafyrirtæki geti flutt vörur til og frá borginni.
Eða að aðeins eitt sjóflutningafyrirtæki hafi aðstöðu í Reykjavíkurhöfn.
![]() |
Vandræðaástand í Vatnsmýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)