VÖLLURINN OG FLUGIÐ EIGA ÞAÐ INNI.

Flug hefur verið stundað samfellt í á sjöunda áratug á Reykjavíkurflugvelli. Síðustu árin hefur enginn samgöngumáti mátt þola það sem flugfarþegar og flugið almennt hefur mátt þola á hér í Reykjavík. Þegar menn horfa í kostnaðinn við að leysa þetta mál ættu þeir að horfa yfir þetta 62ja ára tímabil í heild og líta þannig á það sem gert verður, að völlurinn og flugið eigi það inni eftir 62ja ára aðgerðarleysi.

Ef það fer svo að flugið flyst á endanum og það kostar að breyta  eða rífa eitthvað, þá það. Það ástand að aðeins eitt innanlandsflugfélag hafi aðstöðu á vellinum, ef aðstöðu skyldi kalla, er hliðstætt því að aðeins eitt landflutningafyrirtæki geti flutt vörur til og frá borginni.

Eða að aðeins eitt sjóflutningafyrirtæki hafi aðstöðu í Reykjavíkurhöfn.  


mbl.is Vandræðaástand í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Flugið suður á Patterson völl

ÞAr er allt til alls.

ÞAr mætti byggja hús ef vill.

Skilið okkur Vatnsmýrinni og þeim byggingalóðum, sem frá oss var tekið af Stríðsþjóð, sem HERTÓK okkur og hugafar sumra.

Mibæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 13.3.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sammála þér Ómar. Völlurinn er þarna núna og það þarf að bæta aðstöðu við hann núna. Ekki nóg með að einokun ríki á flugvallarsvæðinu varðandi aðstöðu, heldur er aðstaðan sem boðið er uppá slík annað eins þekkist ekki og er til háborinnar skammar.

Halldór Egill Guðnason, 13.3.2008 kl. 11:01

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrina og svo er bara málið að bæta samgöngur í borginni.

Eitt lítið dæmi, þá er verið að spá í að byggja hátæknisjúkrahús þarna rétt hjá og kostnaður aðeins vegna bílastæða er áætlaður um 9 milljarðar við þá byggingu!

Hér er greinilega eitthvað sem þarf að skoða frekar en að vera að agnúast þetta alltaf út í flugvölinn.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.3.2008 kl. 11:13

4 Smámynd: Sturla Snorrason

Burtu með Háskóla Reykjavíkur af flugvellinum

Flugstöð í Nauthólsvík Kristján L. Möller verður að kaupa grunn HR, hann getur ekki verið að hlífa Seinunni Valdísi af þessu klúðri. Það er enginn annar staður fyrir alvöru flugstöð!!!!

Sturla Snorrason, 13.3.2008 kl. 11:20

5 identicon

Það er aldeilis völlur á Ómari

og enginn má efast um það,

egar maður sem flestum er frómari

segir flugvöllinn á besta stað.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 12:25

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er skemmtilega öfugsnúið að miðbæjaríhaldið skuli vera hamlandi á samkeppni, eins og í þessu tilfelli, að hindra eðlilega samkeppni í innanlandsflugi frá Reykjavíkurflugvelli.  

Margir Reykvíkingar eru orðnir svo sjálfhverfir, að þeir átta sig ekki á að höfuðborg lands er ekki eingöngu fyrir þá sem í borgunum búa, heldur fyrir alla landsmenn.  Ein af kvöðunum höfuðstaða er að skapa eðlilega aðkomu að skólastofnunum, stjórnsýslu og heilbrigðiskerfinu, svo fátt eitt sé nefnt. 

Lifi Vatnsmýarflugvöllurinn!!!
Lifi samkeppnin!!!

Samvinnuhreyfingin á Fljótsdalshéraði.

Benedikt V. Warén, 13.3.2008 kl. 20:22

7 Smámynd: Karl Ólafsson

Ómar,

ég hef í gegnum tíðina verið eindregið á því að flugvöllurinn eigi að fá að halda sér á þeim stað þar sem hann er. Sú skoðun mín hefur ekki breyst.

Hins vegar geri ég allt eins ráð fyrir því að þeir sem þessu fá að ráða muni fara fram með sína hagsmuni (og vina sinna) alveg sama hvað hver segir.

Þess vegna á umræða um aðra valkosti alveg rétt á sér. Ég sakna þess hins vegar í þeirri umræðu og svo þeirri nýendurvöktu umræðu um lestarsamgöngur til Keflavíkur og jafnvel innan Reykjavíkur og nágrennis að það hefur ekki kviknað aftur umræða um að staðsetja innanlandsflugvöllinn í Hafnarfjarðarhrauninu, þ.e. á hraunflæminu á milli Keilis og Straumsvíkur. Var sú umræða algerlega slegin út af borðinu á sínum tíma og ef svo er, hvers vegna var það? Er þetta svæði jafngallað og Hólmsheiðin út frá tíðni lágþoku og skyggnis, eða vinda? Nú stendur þetta svæði lágt og maður hefði að óreyndu talið að aðstæður þar ættu ekki að vera í meginatriðum öðruvísi en á Miðnesheiðinni.

Ef maður hugsar sér staðsetningu flugvallar þarna, breytast þá ekki verulega forsendur og arðsemismat þess að leggja járnbraut frá Keflavíkurflugvelli, á þennan nýja flugvöll og svo áfram til Reykjavíkur?

Hafnarfjarðarruglukollurinn.

Karl Ólafsson, 18.3.2008 kl. 12:03

8 Smámynd: Karl Ólafsson

Kannski smá innskot í viðbót í sambandi við hugmyndir um lestarsamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Rætt hefur verið um gríðarlegan stofnkostnað slíku samfara.

Ef við göngum í EU, þá er ekki loku fyrir það skotið að við gætum fengið frá EU 'dreifbýlisstyrk' til þess að byggja upp slíkar almenningssamgöngur. Írar byggðu sitt DART kerfi (Dublin Area Rapid Transport) fyrir EU peninga að einhverju eða  miklu leyti. Sömuleiðis held ég að þeir hafi fengið styrki fyrir veggöng frá flugvellinum inn í borgina og uppbyggingu stofnbrauta (Motorway) suður frá Dublin. Þetta er kannski svona einn flötur inn í EU umræðuna. En það má víst ekki einu sinni minnast á að sækja um inngöngu til að sjá og bera saman hvað það geti kostað okkur eða gefið okkur. Sjálfstæðisflokkurinn spilar endalaust sína gömlu plötu um að málið sé einfaldlega ekki á dagskrá.

Evrópusinninn í Hafnarfirði

Karl Ólafsson, 18.3.2008 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband