MINNIR Á KEISARA- EÐA KONUNGDÆMI.

Kosningarnar í Rússlandi sýna hvað gamla keisarahefðin er rík þar í landi. Hún hélt áfram á Sovéttímanum í gegnum Lenin, Stalin, Krustjoff, Breznef o. s. frv. en nú er hún orðin enn líkara konungdæmi en fyrr því að Medvedev kemur inn í myndina eins og huggulegur sonur Putin kóngs sem er tekið á svipaðan hátt og ríkisörfum í konungdæmum.
mbl.is Medvedev kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁLFTADALSDYNGJA, EKKI UPPTYPPINGAR.

Það er sjö mánaða gömul frétt að skjálftahrina sé við Upptyppinga. Hið rétta er að skjálftarnir hafa færst til norðausturs hjá Upptyppingum og eru nú í svonefndri Álftadalsdyngju. Þeir voru fyrir vestan Jökulsá á Fjöllum en hafa nú fært sig austur fyrir bæði Jökulsá og Kreppu. Hér syðra myndum við ekki segja að skjálftar, sem hefðu flutt sig úr Akrafjalli yfir í vesturhluta Esjunnar væru áfram í Akrafjalli. Rétt skal vera rétt.
mbl.is 320 smáskjálftar við Upptyppinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband