2.3.2008 | 23:42
MINNIR Á KEISARA- EÐA KONUNGDÆMI.
Kosningarnar í Rússlandi sýna hvað gamla keisarahefðin er rík þar í landi. Hún hélt áfram á Sovéttímanum í gegnum Lenin, Stalin, Krustjoff, Breznef o. s. frv. en nú er hún orðin enn líkara konungdæmi en fyrr því að Medvedev kemur inn í myndina eins og huggulegur sonur Putin kóngs sem er tekið á svipaðan hátt og ríkisörfum í konungdæmum.
![]() |
Medvedev kjörinn forseti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.3.2008 | 23:37
ÁLFTADALSDYNGJA, EKKI UPPTYPPINGAR.
Það er sjö mánaða gömul frétt að skjálftahrina sé við Upptyppinga. Hið rétta er að skjálftarnir hafa færst til norðausturs hjá Upptyppingum og eru nú í svonefndri Álftadalsdyngju. Þeir voru fyrir vestan Jökulsá á Fjöllum en hafa nú fært sig austur fyrir bæði Jökulsá og Kreppu. Hér syðra myndum við ekki segja að skjálftar, sem hefðu flutt sig úr Akrafjalli yfir í vesturhluta Esjunnar væru áfram í Akrafjalli. Rétt skal vera rétt.
![]() |
320 smáskjálftar við Upptyppinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)