ÁLFTADALSDYNGJA, EKKI UPPTYPPINGAR.

Það er sjö mánaða gömul frétt að skjálftahrina sé við Upptyppinga. Hið rétta er að skjálftarnir hafa færst til norðausturs hjá Upptyppingum og eru nú í svonefndri Álftadalsdyngju. Þeir voru fyrir vestan Jökulsá á Fjöllum en hafa nú fært sig austur fyrir bæði Jökulsá og Kreppu. Hér syðra myndum við ekki segja að skjálftar, sem hefðu flutt sig úr Akrafjalli yfir í vesturhluta Esjunnar væru áfram í Akrafjalli. Rétt skal vera rétt.
mbl.is 320 smáskjálftar við Upptyppinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Upptyppingar hljóma nú samt mun betur :)

En annars má finna einhverja skjálfta sem mælast enn beint undir Upptyppingum þó svo að megin skjálftavirknin hafi fært sig meira til austurs og þá á svæði þar sem Álftadalsdyngja er.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 3.3.2008 kl. 00:27

2 identicon

þeir segja "við Upptyppinga" því það þekkja fáir mörg örnefni þarna. Því hamra fréttamenn á því sem fólk þekkir.

Skv. Veðurstofunni var einn skjálfti um 3,6 nú f. stundu sem gerir það þann stærsta hingað til í þessari hrinu.

 http://vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar/vatnajokull/#view=map

Ari (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 02:38

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Menn voru uppfullir af því, að þegar lónið við Kárahnjúka var að fyllast, þá hafi komið fram samsvörun við skjálftana undir og í næsta nágrenni við Upptyppinga.  Sama var uppi á teningnum þegar fór að lækka í lóninu, þá þóttust frómir menn og vísir kenna samsvörun einnig. 

Svo rammt kvað að afleiðingum vegna fyllingu lónsins við Kárahnjúka, að jörðin tók að skjálfa á suðurlandsundirlendinu í beinu framhaldi af skjálftum norðan Vatnajökuls.

Það er ljóst að ekki er smuga að hægt sé að tengja þessar hræringar við það, að þetta svæði liggur á þekktu eldgosasvæði, enda fráleitt að halda að það komi málinu eitthvað við.  Ekki er heldur nokkur glóra í því að þetta komi því máli neitt við, að svæðið er betur vaktað af vísindamönnum, en fyrir nokkrum árum.

Nú er staðan sú, að lónið er u.m.b. í jafnvægi, en samt eru skjálftar á svæðinu. Nærtækasta skýringin er auðvitað sú, að það er farið að létta svo á svæðinu við Kárahnjúka vegna þess að allir kínverjarnir sem þar unnu, - eru farnir heim. 

Er þetta ekki alveg augljóst??

Benedikt V. Warén, 3.3.2008 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband