EINUM OF.

Það er gott að áhrifamenn í Evrópu reyni að halda aftur af óskynsamlegri hernaðarlegri útþenslustefnu Bush alveg upp í kálgarða hjá Rússum. Í Ukrainu er þjóðin tvíklofin í afstöðu sinni til NATO-aðildar og erfitt er að sjá hvað er fengið með því að efna til ófriðar í landinu í viðbót við það að ögra Rússum að óþörfu.

George Bush eldri var raunsærri forseti en sonur hans, - hætti við að fara inn í Írak af því að hann vissi að útkoman yrði sú sem nú blasir við, verra ástand, innanlandsófriður og mannfall.

Sá möguleiki að Bandaríkjamenn velji sér betri forseta er tilhlökkunarefni. Raunar þarf ekki mikið til.


mbl.is Ekki samkomulag um NATO-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI Í FYRSTA SINN.

Í íslenskri flugsögu eru til nokkur hliðstæð atvik því að lenda á Þórshöfn á Langanesi í stað Þórshafnar í Færeyjum. Fyrir mörgum bar það til við Akureyrarflugvöll að ókunn flugvél kom fljúgandi inn í umferðarhring vallarins án þess að hafa látið neitt um sig vita eins og skylt er þegar komið er inn í flugstjórnarsvið vallarins talsvert frá vellinum.

Flugumferðarstjórinn kallaði og kallað en fékk ekkert svar og vegna þess að þarna var gott veður og önnur flugumferð við völlinn brá hann á það ráð að reka aðrar vélar í burtu á meðan hin ókunna vél fór sinn hring og lenti síðan.

Þegar henni var ekið upp að flugstöðinni heyrðist fyrst eitthvað frá vélinni og gramur flugumferðarstjórinn skipaði flugmanninum að koma strax upp í turn og standa fyrir máli sínu. Þar kom í ljós að ekkert hefði verið að talstöð vélarinnar. "Hvers vegna léstu ekkert vita af þér fyrr en þú ókst inn að flugstöðinni?" þrumaði flugumferðarstjórinn.

"Það var vegna þess að ég er í verklega fluginu fyrir einkaflugmannspróf og ætlaði að fljúga leiðina Reykjavík-Sauðárkrókur-Ísafjörður-Reykjavík," svaraði flugmaðurinn. "Ég hélt ég væri að koma til Sauðárkróks og áttaði mig ekki fyrr en ég ók upp að flugstöðinni og sá að á henni stendur risastórum og skýrum stöfum: "Akureyri."

Fleiri sögur um villur má nefna en rétt er að geta þess að óhæfileg notkun GPS-tækja getur leitt menn í ýmsar ógöngur. Þannig getur innsláttur á nafninu "Þórshöfn" hugsanlega valdið því að farið sé landavillt.

Fyrir meira en 40 árum var flugmaður á leið frá Reykjavík til Egilsstaða og ætlaði að stilla ADF-tækið inn á endurvarpsstöð RUV á Eiðum. Fór ekki betur en svo að hann stillti óvart inn á sterka stöð í Noregi og var kominn drjúgt á haf út þegar villan uppgötvaðist.


mbl.is Lenti á rangri Þórshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI 1.APRÍL, 2.APRÍL.

Það er 2.apríl í dag en í gær hefði maður ekki trúað þessari frétt. N1 fær prik fyrir þetta. Þótt það sé rétt að ríkisstjórnin sé með þrjár nefndir í gangi til að skoða allt gjaldadæmið á eldsneyti þjóðarinnar gengur það allt of hægt.
Ef niðurstaðan verður flókið gjaldakerfi með svipaðri niðurstöðu verðu það flótti frá þeirri staðreynd að þrátt fyrir allt er beinn skattur af hverjum eldnseytislítra við dælu sá réttlátasti.

En drátturinn á gömlu loforði um lækkun verðs á dísilolíu er óviðunandi. Það á ekki að vera margra ára verkefni að leysa það mál.


mbl.is N1 veitir 25 króna afslátt á eldsneytisverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband