EINUM OF.

Það er gott að áhrifamenn í Evrópu reyni að halda aftur af óskynsamlegri hernaðarlegri útþenslustefnu Bush alveg upp í kálgarða hjá Rússum. Í Ukrainu er þjóðin tvíklofin í afstöðu sinni til NATO-aðildar og erfitt er að sjá hvað er fengið með því að efna til ófriðar í landinu í viðbót við það að ögra Rússum að óþörfu.

George Bush eldri var raunsærri forseti en sonur hans, - hætti við að fara inn í Írak af því að hann vissi að útkoman yrði sú sem nú blasir við, verra ástand, innanlandsófriður og mannfall.

Sá möguleiki að Bandaríkjamenn velji sér betri forseta er tilhlökkunarefni. Raunar þarf ekki mikið til.


mbl.is Ekki samkomulag um NATO-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sagan mun sennilega skipa Bush á bekk með slökustu forsetum BNA, ef ekki sem þeim alversta.

Ég tel aftur á móti að á sama hátt verði Clinton talinn með þeim merkustu, þrátt fyrir stelpustand í vinnutímanum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.4.2008 kl. 22:52

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég er ansi hræddur um að frambjóðandi sem greiddi atkvæði með innrás í Írak sé óhæfur til að bjóða sig fram til forseta BNA. Það eru líkur á að stríðsmangari verði næsti forseti. Svo er hitt að Bush er ekki einn um að vera með útþennslustefnu austur bóginn. Það er ansi stórt batterí á bakvið hann sem jafnvel stýrir hans gerðum.

Ólafur Þórðarson, 2.4.2008 kl. 22:54

3 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Svona burt séð frá Búss og félögum vestan hafs.

Þá finnst mér það ekki rétt að lúta í grasið fyrir Rússum, þessar þjóðir eiga að ákveða aðild eður ey og svo bjóðum við í NATO þau velkomin. Endi að því tilskyldu að þau gengju inn af heilindum.

Það var umdeilt hér á landi hvort við gengjum inn eður ey og ekki varð innanlandófriður sem hafði langvarandi afleiðingar (fyrir utan fáeina marbletti).

Að neita þeim um aðild til að "styggja ekki rússa" eða til að standa gegn Búss og kó...

Hvað ef rússar settu sig upp á móti veru okkar í NATO... á þá NATO að reka okkur út "til að styggja ekki rússa"

Hvað ef Finnland sækti um aðild að NATO... þeir eru í kálgarði rússa, segðum við þá nei?

Hvað ef Svíþjóð sækti um aðild að NATO... þeir þefa af kálgarði rússa, segðum við þá nei?

Ekki blanda Bush í það hvort þessar þjóðir fái inni eða ekki. Hann hverfur á vit sögubókana innan skamms. Svo er bara fínt ef NATO stækkar, þá minnkar vægi USA og best væri að lokum ef sem flestar þjóðir gengju í NATO, því líklegra er að heimsfriður haldist.

Júlíus Sigurþórsson, 3.4.2008 kl. 01:09

4 identicon

Góð athugasemd hjá þér Júlíus.  Mér fynnst það ekki koma málinu við hvort Bush hafi tekið ranga ákvörðun eða ekki varðandi innrásina í Írak (getum örugglega öll/allir verið sammála um að það hafi verið röng ákvörðun) eða hvort hann hafi verið besti/versti forseti í sögu BNA.  Málið snýst um það að sjálfstæðar þjóðir eiga að hafa þann rétt að sækja um aðild að hvaða alþjóðastofnun sem þeir vilja án þess að þurfa að spyrja nágrannaþjóðir um leyfi.  Bæði Georgía og Úkraína hafa sótt um aðild að NATO og svo lengi sem þau uppfylla þau skilyrði sem NATO setur um inngöngu eiga þau að hafa fullan rétt til þess að sækja um.  Ég geri mér fulla grein fyrir því að Bush hefur haft mjög neikvæðar afleiðingar á alþjóðastjórnmál en hvað þetta mál varðar, þá styð ég hann. 

Rússar halda ennþá að þeir séu stórþjóð í alþjóðastjórnmálum og eru að nota þetta tækifæri (sem og önnur undanfarið) til að reyna að láta bera meira á sér.  Staðreyndin er sú að fyrir utan kjarnavopn þá eru Rússarnir ennþá að berjast við að koma öllu í lag hjá sér, og ef væri ekki fyrir hækkandi verð á orkugjöfum væri þeir í ennþá verri málum efnahagslega en þeir eru nú.

Styrmir Hafliðason (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 02:53

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ef meirihluti almenings í Úkraínu er á móti þessu, hvernig eru "þjóðirnar" þá að ákveða inngöngu? Ekki ákvað íslenska þjóðin aðild að Íraksstríðinu, heldur nokkrir valdhafar. Þjóðin sem slík hefur ekki verið mikið með í þessu. Svo held ég að samanburðurinn við Finnland og Svíþjóð sé svolítið langsóttur. Við getum alveg eins spurt hvers vegna það sé sem Finnar eða Svíar hafa ekki verið að sækjast eftir aðild. Er það af því að slíkt myndi leiða af sér ójafnvægi?
Þessi ögrun gegn Rússlandi gerir ekkert til að bæta ástandið innan Rússlands. Sem er kannski það sem sumir vilja? Samvinna við Rússland myndi bæta ástandið ef eitthvað. Í því sambandi kemur það sannarlega við hvort innrásin í Írak hafi verið röng. Innrásin í Írak hefur ekki bara verið röng, heldur byggðist á sama grunni forhertrar hernaðarstefnu og einstrengislegu hugarfari gegn ríki. Afleiðingar eru hörmulegar og óafsakanlegar. Þeir sem tóku þátt í þessu eiga að svara fyrir með fangelsisvist og eru óhæfir til að sitja í stjórn.
Ástæður þessarar forhertu stefnu hafa svipaðar rætur. Veit einhver hvar þær liggja?

Ólafur Þórðarson, 3.4.2008 kl. 04:14

6 identicon

Þjóðirnar ákveða inngöngu með því að kjósa sér leiðtoga sem taka síðan ákvarðanir fyrir þeirra hönd... Ef þeir eru ekki sammála þeim ákvörðunum sem teknar eru, geta þeir kosið aðra leiðtoga í næstu kosningum, en á meðan verða leiðtogarnir að taka þær ákvarðnir sem þeir telja vera réttar.  Hvað meinar þú með að innganga Finna myndi leiða af sér ójafnvægi? 

Styrmir Hafliðason (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 04:43

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hefði sennilega ekki þótt eins umdeilt ef Kaninn og bandalagsþjóðir hans hefðu klárað dæmið í Persaflóastríðinu 1991. En vopnaframleiðendur, sem sagðir eru stjórna utanríkisstefnu BNA, nærast á spennuástandi í heiminum og að hreyfa ekki við Saddam á þeim tíma þjónaði hagsmunum þeirra. Én þegar útlit er fyrir hækkandi olíuverð, þá urðu þeir hagsmunir stærri en fóru jafnframt saman við vopnahagsmunina.

En ekki horfa fram hjá því að Frakkar og þjóðverjar höfðu nákvæmlega sömu hagsmuni og BNA varðandi olíuviðskipti. Þeir höfðu samninga við Saddam í hendi sér, ef viðskiptabanninu hefði verið aflétt og þess vegna vildu þeir bíða í lengstu lög með að koma honum frá. Þeirra hik var ekki af mannúðar og réttlætissjónarmiðum sprottið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.4.2008 kl. 07:53

8 identicon

Fíflið hann Bush er ekki bara í olíustríði, hann er í krossferð; Eitt það fyrsta sem hann gerði í írak var að fylla landið af ofurkristnum trúarnöttum sömu tegundar og má sjá í Jesus Camp

DoctorE (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 10:01

9 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Ég er þér hjartanlega sammála að það er tilhlökkunarefni að Bandaríkin séu að fara að fá nýjan forseta innan skamms og þá vonandi úr röðum Demókrata.

Sölvi Breiðfjörð , 3.4.2008 kl. 10:55

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Finnst að ekki sé hægt að segja að NATÓ sé sama og heimsvaldastefna Bush. Sáum það einmitt í Íraksstríðinu, þegar Bush ákvað að far einhliða með Bretum inn í Írak. Ég vil sjá NATÓ þróast sem varnarbandalag um grundvallar mannréttindi. Því eigi þær þjóðir sem vilja taka þátt í slíku friðarferli að geta gerst aðilar á eigin forsendum en ekki að lúta einhverri rússagrýlu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.4.2008 kl. 10:56

11 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Hafið þið velt fyrir ykkur hverjir græða mest á óróleika í mið austurlöndum og mið Ameríku? Sem veldur því að við erum að borga yfir 150kr fyrir líter af eldsneyti á bílana okkar.

Smá vísbending - Gas... Evrópa.

Júlíus Sigurþórsson, 3.4.2008 kl. 12:31

12 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Gas...evrópa. please. Það að þú borgir 150 kall fyrir líterinn er ekkert miðað við hvað Írakar borga fyrir að þú fáir bensín. Þeir borga í blóði og skelfingu. 10% þjóðarinnar sem flóttamenn, 3-5% dauðir. Olían liggur í miðausturlöndum og "útrásar"fyrirtæki á vesturlöndum svífast einskis til að komast yfir hana. Og sömu fyrirtæki, Amerísk eða Evrópsk, eru þau sem græða mest á hærra olíuverði. Þeirra hagnaður er mikill þessi árin.

Það er augljóst mál að Bush er kex-ruglaður og það er ekki nokkur leið að trúa einu eða neinu sem hann lætur frá sér. Hann er óhæfur til síns starfs. Og þeir sem eru á bak við hann eru í valdatafli sem hefur lítið með lýðræðið að gera. Það lá líka klárt fyrir FYRIR innrásina að það voru engin gjöreyðingarvopn í Írak. Hans Blix og Scott Ritter ofl. Það lá klárt fyrir að tylliástæðurnar voru haugalygi. Hvað segir það svo um okkar ráðamenn?

Man annars einhver eftir forsíðufréttinni þar sem "Íslendingar fundu efnavopn í Írak?" Þetta er grátbroslegur skrípaleikur. 

Ólafur Þórðarson, 3.4.2008 kl. 14:08

13 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Góður punktur að minna á efnavopnafund Íslendinga veffari, þvílíkur brandari sem það var og vægast sagt vandræðalegt spaugelsi, lifnaði þá heldur betur yfir "viljugum og staðföstum" (skammaryrði í dag) sem voru sannfærðir um að Saddam væri að fara að sprengja vesturlönd aftur á steinöld, jafn fráleitt og það hljómar í dag.

Georg P Sveinbjörnsson, 3.4.2008 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband