21.4.2008 | 17:32
Æ, þessi endalausu "kort."
Siggi stormur kom með hressandi andblæ inn í veðurspjall fjölmiðla og eitt af því var að segja að eitt og annað "væri í kortunum." Síðan fóru allir að apa þetta upp eftir honum og mér finnst það orðið leiðigjarnt.
Þegar ég varð íþróttafréttamaður hringdi einu sinni maður í mig og bað mig blessaðan að hætta að skella hurðinni eins og forveri minn, Siggi Sig, hafði gert.
Hann átti við ofnotkun mína á orðatiltækinu: "Þarna skall hurð nærri hælum." Mér fannst þetta góð ábending og fór eftir henni, - fann fleiri orði til að lýsa hinu sama.
Þessi maður myndi sennilega hringja aftur núna og biðja fólk um að hætta nú að ofnota þessi blessuðu kort sín. Það er nefnilega líka alls kyns veður utandyra og þegar upp er staðið skiptir það meira máli en þetta endalausa "veður í kortunum."
![]() |
Hlýindi í kortunum í sumar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.4.2008 | 17:26
"Veðrið í kortunum."
Vísa á aðra færslu, tengda við viðkomandi frétt um "veður í kortunum."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 17:19
Carter-Hamas-Abbas, lykill að sátt.
Jimmy Carter fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur komið góðu til leiðar með því einu að Hamas útiloki ekki frið við Ísrael og viðurkenningu á Ísraelsríki. Þetta eru fyrstu góðu fréttirnar af þessu svæði um langt skeið. Carter á eftir að hljóta betri dóm hjá kynslóðum framtíðar en hjá samtíðarmönnum sínum.
Hann var hvað eftir annað grátt leikinn af leyniþjónustu sinni og kaldrifjuðu plotti hennar, sem kom í veg fyrir að bandarísku gíslunum í Theheran yrði sleppt fyrr en Ronald Reagan hefði tekið við. Raunar kom í ljós að Reagan varð einn af merkustu forsetum Bandaríkjanna á síðustu öld en það sá enginn fyrir.
Carter fylgdi eftir þeirri raunsæju sýn sinni á deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs að ekki væri hægt að ná þar sátt með því að halda Hamas frá gerð hennar. Menn hafa verið að agnúast út í Carter og sömuleiðis Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir að láta sig þessi mál varða.
Heimsókn Abbas til Íslands sýnir að rétt eins og Norðmenn, sem eru smáþjóð, áttu þátt í þíðunni milli deiluaðila á níunda áratugnum, getur smáþjóð eins og Íslendingar lagt sitt lóð á vogarskálar.
Mér hefur fundist einkennilegt að sumir þeirra sem hafa haft andúð á því að við legðum okkar lóð á vogarskálar friðar skuli á sama tíma vera stoltir af Reykjavíkurfundi þeirra Reagans og Gorbasjofs.
![]() |
Abbas heimsækir Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)