Ekkert frelsi er takmarkalaust.

Í grunnritum helstu baráttumanna heims fyrir frelsi er viðurkennt að frelsi manna séu þau takmörk sett að það gangi ekki á frelsi annarra. Mér finnst einkennilegt ef menn vilja að aðrar reglur gildi í bloggi en í annarri fjölmiðlun og viðurkenna ekki að viðbjóðslega soraleg og meiðandi ummæli undir heigulslegri nafnleynd, sem ekki eru eftir hafandi, þjóna engum tilgangi í blogginu og draga bloggheima niður í svað, að því er virðist bara til að þjóna löngun sumra til að fá að láta eins fílar í glervörubúð.

Ef við ætlum að gera bloggið að ruslakistu fyrir hvað sem er drögum við það niður fyrir aðra fjölmiðlun og eyðileggjum það góða orðspor sem bloggheimar þurfa á að halda á fyrstu árum göngu sinnar. 

Þegar maður sér menn líkja eðlilegum viðbrögðum ábyrgðarmanna mbl.blog við vinnubrögð Prövdu í Sovétríkjunum er það gróf móðgun við þá milljónatugi fólks sem alræðisstjórnin þar kúgaði.


mbl.is Óánægja með lokun umdeilds bloggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varðar Abbas um hvíldartíma bílstjóra?

Forystumenn þjóðar, sem býr við aðstæður og neyð langt utan þess sem venjulegir Íslendingar geta ímyndað sér og er annar aðilinn að deilumáli sem getur sundrað heimsfriðnum, eru nú á Bessastöðum. Varla er hægt að hugsa sér meiri móðgun við hina erlendu gesti og skömm fyrir Íslendinga en þá að vöruflutningabílstjórar ætli sér að gera eldsneytisverð í einu ríkasta landi heims og hvíldartíma bílstjóra að stórmáli í tengslum við heimsókn gesta okkar.

Hafi bílstjórar haldið að með þessu myndu þeir vekja athygli erlendra fjölmiðla, þá hefði þeim líka tekist að gera Íslendinga að athlægi alheimsins.

Tugþúsundir manna hafa fallið í átökunum í Miðausturlöndum. Mestu mannsskaðar Íslandssögunnar blikna í samanburðinum.

Hvað hefðu menn sagt 1995, þegar fólk kom saman á Ingólfstorgi til að syrgja þá sem fórust í snjóflóðinu á Flateyri, ef vörubílstjórar hefðu komið í halarófu eftir Aðalstræti og þeytt lúðra sína til að vekja athygli á kjaramálum sínum?


mbl.is Bílstjórar stefna að Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband