26.4.2008 | 15:54
Rökstuðningur fyrir fermingu.
Í dag heyrði ég um fermingardreng sem vild láta ferma sig í borgaralegri fermingu. Presturinn kvað hann hins vegar skyldan til að koma í fermingarfræðslu hjá sér og þyrfti að leggja fram rökstuðning fyrir borgaralegri fermingu til að losna við kirkjulegu ferminguna.
Rétt er það að með því að hverfa frá kirkjulegri fermingu hefur skírnarheit barnsins verið rofið. En barnið hafði sjálft ekkert um hana á segja á sínum tíma og var ekki spurt.
Ég tel að krafan um rökstuðninginn sé brot á ákvæðum stjórnarskrár um trúfrelsi og fermningarbörnum beri engin skylda til að rökstyðja val sitt. Ef einhver selur bíl sinn og vill kaupa bíl af annarri gerð á hann ekki að vera skyldaður til að leggja fram rökstuðning fyrir valinu.
Sumir amast við því að kalla borgaralega fermingu því nafni því að orðið ferming þýði staðfesting og þá væntanlega á skírnarheitinu. Mér fannst æskilegt á sínum tíma að finna nýtt nafn en nú er heitið borgaraleg ferming orðið fast í málinu og ekkert við því að gera.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (62)