28.4.2008 | 10:47
Fyrirsjáanlegt.
Sérfræðingum, sem taka mátti mark á, bar saman um það undanfarin misseri að gengi krónunnar væri allt of hátt og það væri ekki spurningum hvort, heldur hvenær hún félli niður í eðlilegt gengi. Menn vonuðu að þetta gerðist hægt og bítandi en vissu auðvitað ekkert um það fyrirfam.
Sérfræðingar vöruðu líka við því kverkataki sem kaupendur krónubréfa, eigendur vogunarsjóða hefðu á íslenskum efnahag en eina leiðin til að koma þessum aðilum í skilning um að þeir gætu ekki ráðskast með íslenska hagkerfið og krónuna að vild var að stórauka gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans og gera fleiri hliðstæðar ráðstafanir.
Þetta hefði verið auðvelt að gera meðan erlent lánsfé var á útsölu en verður margfalt erfiðara hér eftir.
Þessar staðreyndir eru frekar dapurlegar í ljósi þess að loksins nú, öld eftir að fyrsti ráðherrann settist í Reykjavík, er forsætisráðherrann hagfræðingur að mennt.
![]() |
Mesta verðbólga í tæp 18 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)