3.4.2008 | 17:50
SKIPULEGT UNDANHALD SAMFYLKINGAR.
Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur eins og aðrir ráðherrar Samfylkingarinnar hopað á hæli í umhverfismálum með því að segja að "of seint" sé að grípa til eðlilegs mats á heildarumhverfisáhrifum álvers í Helguvík. Hún vill breyta lögum um þetta seinna. "Ég ætla að hætta að drekka á morgun" sungu Stuðmenn. Össur sagði í ræðu á dögunum að afstaða almennings væri ekki sú sama í þessum málum og fyrir kosningar. Álversferlið myndi bruna áfram.
Sem sagt: Allt ómark sem Samfylkingin sagði fyrir kosningar, þar með loforð um stóriðjuhlé á meðan lokið sé við nauðsynlegar rannsóknir á þeirri náttúru sem nú verður stútað áfram linnulaust. Fagra Ísland, so what?
Ingibjörg Sólrún sagði fyrir kosningar að kæmist Samfylkingin til áhrifa myndi hún drífa í því að breyta lögum svo að einstök sveitarfélög hefðu ekki um það sjálfdæmi að skaða einstæð náttúruverðmæti sem væru í raun sameign alls mannkyns og óborinna kynslóða.
Samfylkingin er á sama róli og í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar þegar hún hringsnerist á nokkrum vikum í því máli til að vera "stjórntæk." Hlutskipti hennar er aumara en Sjálfstæðisflokksins. Maður hefur þó alltaf vitað hvar maður hefur hann.
![]() |
Vill stjórnarskrárbreytingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)