9.5.2008 | 03:17
Borgaralegt loftrýmiseftirlit.
Ég hef verið inntur eftir nánari hugmyndum um borgaralegt loftrýmiseftirlit allt árið við Ísland. Hugmyndin er einföld. Nú eru framleiddar litlar einkaþotur sem komast allt að 180 km hraðar en rússnesku Birnirnir og 10 þúsund fetum hærra. Citation X hefur 6000 kílómetra flugdrægi og Falcon 7X 11000 km drægi, sem er margfalt meira en drægi F-16 þotna.
Þessar þotur geta flogið hringi í kringum rússnesku vélarnar og uppfyrir þær að vild.
Þessar óvopnuðu þotur myndu ekki teljast fremur með hernaðarleg umsvif en aðrar vélar Landhelgisgæslunnar, enda ætlaðar til eftirlits en ekki til bardaga. Ef stríðsástand skapaðist væri hægt að kalla orrustuþotur NATO til og notast við áætlun bandaríska hersins við það.
Aðalatriðið er að eftirlitið yrði allt árið en ekki samsvarandi slökkviliði sem er á vakt klukkan frá 8-4 á daginn.
Nú þegar eiga Íslendingar nokkrar einkaþotur sem eru að vísu ekki eins hraðfleygar og ofannefndar þotur. Þetta er vel gerlegt ef menn meina eitthvað með eftirliti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)