Góðar fréttir, - tvennir tímar.

Viðbrögðin við þessum birni lofa góðu. Við lifum á tímum þar sem Íslendingar telja sig með útgjöldum til varnarmála getað stuggað árásum stórvelda frá landinu og ætttu því að geta ráðið við einn  hvítabjörn. Tengdasonur minn, sem var þarna í sveit, sagði mér frá því að þegar hann var þar voru sagðar sögur af ógn bjarnanna. Þeirra á meðal var frásögn ömmu hans, ef ég man rétt, sem átti fótum fjör að launa á sinni tíð þegar hungraður björn kom að henni.

Hún var svo heppin að geta hlaupið í burtu á meðan björninn gæddi sér á tveimur lömbum. Ótti fólks á þessum slóðum, þar sem sögur af líkri lífsreynslu hafa lifað öld fram af öld, er skiljanlegur.

Sjónvarpsfréttakona fallbeygði orðið björn í kvöld í frétt sinni: "björnsins", -  talaði um ferðir björnsins eða eitthvað í þeim dúr. Önnur ljósvakamiðlakona talaði um daginn um lömb áarinnar. Íslenskukunnátta langskólagengis fólks er á stundum orðin minni en hjá sjö ára sveitabörnum.


mbl.is Reynt að ná birninum lifandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband