20.6.2008 | 23:30
"They shoot horses, don´t they?
Ísbjarnarsporin á Kili varpa upp fullt af skemmtilegum sjónarhornum. Kannski var þarna um að ræða misskilning á milli pólsku ferðamannanna og Íslendinga. Pólverjarnir sögðust þekkja bjarndýraspor úr heimalandi sínu og hafa kannski talað um "polish bear" á þann hátt að það skildist sem "polar bear."
Sjálfur er ég gagnrýninn þessa dagana á það að hafa ekki áttað mig á því strax að eina rétta aðferðin til að skjóta deyfilyfi í ísbjörn er að gera það úr þyrlu.
Það segi ég vegna þess að mér er í fersku minni að fyrir rúmum áratug voru stundaðar mjög umdeildar refaveiðar í Bandaríkjunum þar sem veiðimenn voru í hægfleygum flugvélum og eltu refi og skutu þá. Auðvitað er enn auðveldara að skjóta stærðar ísbjörn úr jafn lipru farartæki og þyrlu.
Frétt Kristjáns Más Unnarssonar með viðtalinu við Íslendinginn sem hafði stundað eltiingarleik við ísbirni úr þyrlu veitt meiri upplýsingar um það hvernig hægt sé að standa að þessu en allar aðrar fréttir fram að því og fráleitt að reynsla manns úr miðborg Kaupmannahafnar væri marktækari en reynsla manna sem hafa sjálfir mikla reynslu á þessu sviði úti í sjálfri náttúrunni.
![]() |
Hálendisbjörn trúlega hross |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.6.2008 | 23:19
Eitt brýnasta viðfangsefnið núna.
Djúpboranir eru eitthvert brýnasta stórverkefni okkar tíma, sem verður að setja eins mikinn kraft í og mögulegt er. Í hefðbundnum borunum er nú sótt allt of fast og hratt í þann jarðvarma sem ofar liggur. Þegar stór jarðvarmasvæði eru blóðmjólkuð svo mjög að þau taka að kólna eftir nokkrar áratugi er í raun ekki um endurnýjanlega orku að ræða.
Kynslóðir framtíðar verða þá að finna orkuna annars staðar og stefna í jafnvel enn meiri eyðileggingu ómetanlegra náttúrverðmæta en nú er stefnt að. En sú vegferð er svo hröð að hugsanlega yrði búið að umturna allt of stórum svæðum þegar í ljós gæti komið að þess hefði ekki þurft, heldur hægt að láta nægja að ná margfaldri orku úr þeim svæðum sem þegar hafa verið tekin til virkjunar.
![]() |
3,5 milljarðar í djúpborun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)