"They shoot horses, don´t they?

Ísbjarnarsporin á Kili varpa upp fullt af skemmtilegum sjónarhornum. Kannski var þarna um að ræða misskilning á milli pólsku ferðamannanna og Íslendinga. Pólverjarnir sögðust þekkja bjarndýraspor úr heimalandi sínu og hafa kannski talað um "polish bear" á þann hátt að það skildist sem "polar bear."

Sjálfur er ég gagnrýninn þessa dagana á það að hafa ekki áttað mig á því strax að eina rétta aðferðin til að skjóta deyfilyfi í ísbjörn er að gera það úr þyrlu.

Það segi ég vegna þess að mér er í fersku minni að fyrir rúmum áratug voru stundaðar mjög umdeildar refaveiðar í Bandaríkjunum þar sem veiðimenn voru í hægfleygum flugvélum og eltu refi og skutu þá. Auðvitað er enn auðveldara að skjóta stærðar ísbjörn úr jafn lipru farartæki og þyrlu.

Frétt Kristjáns Más Unnarssonar með viðtalinu við Íslendinginn sem hafði stundað eltiingarleik við ísbirni úr þyrlu veitt meiri upplýsingar um það hvernig hægt sé að standa að þessu en allar aðrar fréttir fram  að því og fráleitt að reynsla manns úr miðborg Kaupmannahafnar væri marktækari en reynsla manna sem hafa sjálfir mikla reynslu á þessu sviði úti í sjálfri náttúrunni.


mbl.is Hálendisbjörn trúlega hross
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar, auðvitað er þetta rétt hjá þér.

Hins vegar finnst mér það frekar slæmar fréttir (og örugglega vondar fyrir hagkerfið) að við skulum ekki hafa eignast goðsagnapersónuna Eyvind Bjarnarson - enn verra að hann virtist e.t.v. vera til, en reyndist vera Skjóni eða Blesi Merarson.

Kær kveðja

EGT 

einar g torfason (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ómar. Hávær þyrla getur varla verið rétta verkfærið. Ekki ólíklegt að dýrið myndi þreytast af hlaupum undan hávaðanum og þar sem það var nú lengst út á Skaga, hefði það örugglega stungið sér strax til sunds. Fyrst þú ert með þessar vangaveltu um að gera þetta úr lofti, má þá ekki nota svifflugu. Ég hef ekkert vit á flugi og líklega er þetta fáránleg hugmynd. - En.....það má nefna það eins og hvað annað.

Haraldur Bjarnason, 21.6.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þessi "fáranlega hugmynd" er notuð með góðum árangri í Kanada.

Ómar Ragnarsson, 23.6.2008 kl. 16:41

4 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Hérna er frétt Kristjáns Más.

Pétur Þorleifsson , 23.6.2008 kl. 22:36

5 identicon

Því miður stunda Bandaríkjamenn enn þessar þyrluskotaðgerðir; nánar tiltekið í Alaska, þar sem þeir slátra úlfum í massavís (og björnum líka) þó svo að almenningur þar í fylki hefur margoft kosið um að binda enda á þetta. Þessar þyrlur hefðu komið að betri notum hér.

Atli Viðar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband