Hvítabjarnarmálið skýrist.

Í fréttum kvöldsins og myndum af atburðunum á Þverárfjalli hefur hvítabjarnarmálið skýrst. Sú röksemd að dýrið hafi ógnaði fólki fær ekki staðist. Einn viðmælandi sagði að björninn hefði þefað út í loftið og sýnt með því að það væri í árásarhug. Hvílík della!

Menn eru líka tvísaga þegar þeir segja að það hafi stefnt inn í þokuna og líka stefnt í átt að fólkinu. Vel sést af myndum að björninn kom ekkert nálægt fólkinu og engum í lögreglunni virðist hafa dottið í hug að ef tvö fyrirbæri teljast of nálægt hvort öðru, í þessu tilfelli dýrið og fólkið, nægði að færa fólkið frá dýrinu.  

Auðvitað átti að að loka veginum strax og þá gátu veiðimennirnir skipt liði, helmingur farið upp fyrir dýrið til að bægja því frá þokunni og hinn niður að þeim stað, nógu langt í burtu, þar sem fólkinu hafði verið skipað að vera.

Myndirnar, sem sýna hreykna veiðimenn stilla sér upp til myndatöku við hið fellda dýr segja sína sögu. Ekki ónýtt að bæta þeim við í safnið til viðbótar myndum af veiddum hreindýrum og löxum.

Það vantaði ekkert nema Ladda í hlutverki hins veiðiglaða norðlenska bónda, að koma inn á svæðið og hrópa á ýktri norðlensku: "Hér er ekki um annað að ræða skjóTa helvíTis kviKindið! Já, bara skjóTa helvíTið!" 

 


mbl.is Einmana og villtur hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalaust "vitur eftir á"?

!988 sást bjarndýrshúnn á ferð í Fljótum. Það var eins og við manninn mælt að upphófst mikið kapphlaup um að fella dýrið. Þá var rætt um að hægt væri að standa öðruvísi að málum og læra af þessu. Gagnrýni var vísað á bug, m.a. með því að segja að það væri alltaf hægt "vera vitur eftir á."

Nú, tuttugu árum síðar, gerist nákvæmlega það sama, - menn hafa ekkert lært,  og aftur er gagnrýni svarað með því að segja að "alltaf sé hægt að vera vitur eftir á."

Miðað við þetta er ekki að efa atburðarásin og rökræðan verði nákvæmlega hin sama hér eftir sem hingað til í hvert skipti sem bjarndýr sést hér á ferð.  


mbl.is „Hefði átt að loka veginum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband