Öruggi aksturinn í Kömbunum.

Á leið austur í Skaftafell til að vera viðstaddur stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs varð ég vitni að enn einu dæminu um það hvernig lúshægur akstur í Kömbunum getur skapað hvert hættuástandið af öðru. Bíl var ekið niður Kambana á 60 km hraða á beinu köflunum á 50 kílómetra hraða hvenær sem minnsta beygja var á veginum.

Ökumaður bílsins hefur líklegast talið að með þessu væri hann að stuðla að öruggum akstri en það var nú eitthvað annað. Með þessu háttalagi bjó hann til röð svekktra bílstjóra á eftir sér í hugarástandi sem Vátryggingarfélagið fjallaði um fyrir nokkrum dögum og veldur stórum hluta umferðarslysa.

Þetta gerist allt of oft á þessum vegarkafla og afleiðingin verður sú að sumir bílstjórarnir verða svo illir og svekktir að þeir grípa til alls konar lögbrota, bæði til að láta ekki tefja sig og einnig til að veita reiði sinni útrás. Hvert hættuástandið skapast af öðru.

Þeir fara fram úr yfir heilar línur og taka óheyrilega áhættu í framúrakstri. Neðst í brekkunni í dag ók bílstjóri fram úr silakeppnum yfir tvöflalda heila línu!

Nú er það þannig að töf manna þegar svona stendur á er vart meira en ein til tvær mínútur á þessum vegarkafla og því óþarfi að skapa hættuástand út af ekki stærra tilefni.

En silakeppirnir verða með hegðun sinni til þess að ergja samferðamenn sína og þá sýnir bitur reynsla að fjandinn verður laus.


Bloggfærslur 7. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband