Veðrið í dag "svo mikið erlendis."

Það kæmi mér ekki á óvart ef Björgvin Halldórsson hefði sagt ofangreinda setningu í dag. Ég á bók þar sem er hægt að fletta upp veðrinu í öllum heimshlutum og þar stingur í augu að meðalhiti í júlí í Reykjavík þegar hlýjast er á daginn, er 7-8 stigum lægri en á Norðurlöndum. Það er meira að segja töluvert hlýrra í Tromsö, sem er miklu norðar en Reykjavík.

Niðurstaða: Þetta er kannski mesti munurinn á veðráttunni hér og erlendis og það sem helst mætti breytast.

Fyrir rúmri viku þegar ég var að ræða við Karl Olgeirsson, góðan vin minn, um væntanlegt brúðkaup hans og notkun minnsta brúðarbíls landsins, sem ber einkanúmerið "Ást", var niðurstaðan auðvitað sú að notkun svona opins bíls ylti algerlega á hinu óútreiknanlega íslenska veðri.

"Það er góð spá", sagði ég en konan mín leiðrétti mig strax og sagði að of langt væri til brúðkaupsins til þess að hægt væri að segja svona vitleysu.

Ekki óraði mig fyrir því að í dag yrði hlýjasti dagur í Reykjavík síðan á svipuðum tíma í júlí 1976, ef ég man rétt. Er skemmst frá því að segja þessi frumraun brúðarbílsins gerði þetta brúðkaup einstakt. "Þetta var svo mikið erlendis" að maður trúði því vart.  


mbl.is Heitasti dagur ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband