Gamli, góði Davíð.

Mér þykir vænt um að heyra um "leynifund" Davíðs og Sigurðar Kára. Í Davíð búa nokkrir menn og ein besta hlið hans er hinn frábæri húmor hans, sem birtist til dæmis í fjölmenninu sem kom til að fagna með honum í sextugsafmæli hans í Ráðhúsinu og hlýddi á afburða skemmtilega afmælisræðu hans.

Þar var hinn gamli, góði Davíð í essinu sínum þar sem gneistaði af snilli hans og miklum hæfileikum og persónutöfrum En Davíð er mannlegur eins og við öll hin og sum samtöl hans við menn í gegnum tíðina hafa ekki verið falleg, einkum þegar þau beindust að því láta menn finna fyrir valdi hans.

En vald spillir víst hverjum sem er og lífið er allt of stutt til þess að við eigum að dvelja um of við skuggahliðar þess og láta þær spilla fyrir sólargeislunum.

Ég vil dvelja við sólargeislana sem hafa komið frá Davíð og öðrum samferðamönnum mínum í lífinu og þakka honum og þeim öllum fyrir þá.  


mbl.is Davíð boðaði Sigurð Kára á leynifund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband