Gamli, góði Davíð.

Mér þykir vænt um að heyra um "leynifund" Davíðs og Sigurðar Kára. Í Davíð búa nokkrir menn og ein besta hlið hans er hinn frábæri húmor hans, sem birtist til dæmis í fjölmenninu sem kom til að fagna með honum í sextugsafmæli hans í Ráðhúsinu og hlýddi á afburða skemmtilega afmælisræðu hans.

Þar var hinn gamli, góði Davíð í essinu sínum þar sem gneistaði af snilli hans og miklum hæfileikum og persónutöfrum En Davíð er mannlegur eins og við öll hin og sum samtöl hans við menn í gegnum tíðina hafa ekki verið falleg, einkum þegar þau beindust að því láta menn finna fyrir valdi hans.

En vald spillir víst hverjum sem er og lífið er allt of stutt til þess að við eigum að dvelja um of við skuggahliðar þess og láta þær spilla fyrir sólargeislunum.

Ég vil dvelja við sólargeislana sem hafa komið frá Davíð og öðrum samferðamönnum mínum í lífinu og þakka honum og þeim öllum fyrir þá.  


mbl.is Davíð boðaði Sigurð Kára á leynifund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ómar, þú mátt ekki gleyma að Davíð kunni að tala við fólk á erfiðum tímum - krepputímum.

Hann var alvöru landsfaðir, sem var í senn alvarlegur en samt bjartsýnn og uppörvandi - stappaði stálinu í fólk!

Ég myndi óska að maður yrði meira var við þetta á þessum erfiðu tímum!

Það var virkilega synd, hvernig honum fataðist flugið síðustu árin.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.7.2008 kl. 18:55

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Valdagraeđgi Daviđs er tomt bull fra andstaeđingum hans i politik

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.7.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þeir sem lesið hafa rit Nicole Macchiavelli skilja vel gangvirkið í Sjálfstæðisflokknum. Sennilega hefur enginn tileinkað sér fræði Macchiavellis jafn vel og Davíð þar sem hann egnir mönnum sundur og saman. Því miður fyrir land og lýð sem margur þenkjandi hefur þurft að horfa upp á margar skrítnar ákvarðanir.

En það er auðvitað önnur saga. 

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 26.7.2008 kl. 23:10

4 identicon

Hann fékk allt of stóran hluta af þjóð sinni til að trúa því að það væri nánast hægt að fá allt fyrir ekkert þegar svokallaða Góðæristímabilið gekk yfir hagkerfið hér á landi. Hann er snillingur hann Davíð það verður ekki tekið frá honum.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 23:53

5 identicon

Gamli góði Ó.R.  ... var það ekki einmitt vegna gáfna, "húmors" og persónutöfra D.O. að við leyfðum honum að verða að "Dabba KÓNGI" ??

Og hann lifði sig svo vel inn í hlutverkið ... að hann heldur enn að hann sé það!!

Edda (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 03:11

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það efast fáir um húmorinn hjá Davíð. Hans verður án efa  minnst sem eins af skeleggustu foringjum þessarar þjóðar. Verst að í sömu andrá verður sennilega ekki hjá því komist að minnast allrar þeirrar óværu sem kringum hann sveimaði í formi einkavinavæðingar og frjálshyggjukjaftæðis ákveðinna "sleikja" sem fylktu sér um hann löngum stundum. Seðlabankastjórastóllinn og eftirlaunafrumvarpið munu ávallt loða við Davíð, burt séð frá húmornum og "steggjununum".

Halldór Egill Guðnason, 27.7.2008 kl. 03:25

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þú ert langt frá því að vera slakur í húmornum sjálfur, Ómar. Ég man að sem barn hlustaði ég aftur og aftur á eina plötu með þér, sem tekin var upp á einhverjum skemmtunum, og hafði afar gaman af. Ég hef reyndar fyrir löng týnt þessu eintaki, og man ekki einu sinni hvað safnið heitir. Þú gætir kannski rifjað það upp fyrir mig. Á þessu safni varstu búinn að snara fjölmörgum texta erlendra laga yfir á íslensku og kryddaðir þetta með húmor. Maður ætti kannski að biðja þig um áritað eintak.

Ef þú ferð inn í næstu kosningar með kímnigáfuna að vopni, rétt eins og Davíð gerði ávallt, áttu eftir að ná mun lengra næst en síðast.

Hrannar Baldursson, 27.7.2008 kl. 15:53

8 identicon

Jæja. Er hann þá að kveðja okkur blessaður kallinn. Farið hefur fé betra, ég segi bara ekki annað.

Gummi (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 16:05

9 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hrannar, ég man eftir grænu og rauðu plötum Ómars. Spilaði þær þangað til lagið á hinni hliðinni fór að heyrast í gegn. Næstum því. Man að ég hló í hvert skipti sem ég heyrði "þarna fór hann á hausinn!"

Villi Asgeirsson, 29.7.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband