Þetta líst mér vel á.

Við eigum ekkert að vera feimin við að læra af reynslu annarra þjóða við það að taka á móti hetjum sem koma frá útlöndum eftir frækin afrek. Þetta hafa New York búar gert með stæl t. d. þegar Charles Lindberg kom heim eftir flug sitt yfir Atlantshaf.

Vestur-Íslendingar í smábænum Gimli eru með skrúðgöngu á Íslendingadaginn sem slær öllu við hér á landi. Gleðigangan Gay Pride er að vísu á góðri leið með að verða að slíkri göngu hér heima en ég lýsi enn og aftur eftir almennilegri skrúðgöngu 17. júní.


mbl.is Ekið á vagni niður Laugaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kofasósíalismi?

Jón Magnússon kallaði húsaverndarstefnuna "kofasósíalisma" fyrir nokkrum dögum þegar hann var að skilgreina stefnu Ólafs F. Magnússonar í málefnum húsa í Reykjavík sem líkjast Hótel Akureyri í og deilt hefur verið um syðra og nyrðra. Skoðun nánar hverjir "sósílistarnir" eru, sem fylgja húsaverndunarstefnu þeirri sem Jón kallar kofasósíalisma.

Í tólf ár barðist Ólafur F. gegn eyðileggingu húsa sem Sjálfstæðismaður og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem friðaði Hótel Akureyri, er varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er nefndarmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta hans og Framsóknarflokksins í Reykjavík.

Sigmundur Davíð hefur lýst því mjög skilmerkilega og sannfærandi sem byggingahagfræðingur að húsaverndarstefna sú sem rekin hefur verið með góðum fjárhagslegum árangri í fjölmörgum borgum Evrópu skilar ávinningi samkvæmt lögmálum vestrænnar hagfræði.

Síðan kemur Jón Magnússon, sem lengst af sínum pólitíska ferli var í forystusveit ungra Sjálfstæðismanna og kennir hagfræði Sigmundar Davíðs við sósíalisma. Hvernig má það vera?

Skýringin er kannski sú að öll meðöl séu leyfileg þegar Jón reynir allt hvað hann getur að deila á þá sem halda fram umhverfisverndarstefnu nýrra tíma. En Jón virðist auk þess vera einn af þessum mönnum sem eru enn fastir í gömlu fari og virðast ekki hafa áhuga á að endurmeta neitt eða læra neitt nýtt.

Jón er ekki einn um þetta heldur á þetta við um fjöldann allan af mætu og góðu fólki sem á erfitt með að endurmeta hlutina í samræmi við nýjar aðstæður, nýjar upplýsingar og ný viðhorf.


mbl.is Alhvítt á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband