30.9.2008 | 19:46
Davíð við stýrið, aðrir í farþegasætum?
Það er athyglisvert að fylgjast með atburðum heima á Fróni úr fjarlægð vestan úr Bandaríkjunum. Hér vestra er það forsetinn, æðsti fulltrúi framkvæmdavaldsins, sem tilkynnir um það sem er að gerast og talsmaður þingsins tilkynnir um úrslit mála á þingi. Um er að ræða svipað og heima: Björgunaraðgerðir sem felast í ríkisstuðningi við ákveðin stórfyrirtæki.
Úr fjarlægð sé ég ekki betur en að Davíð Oddsson sé allt í öllu heima, rétt eins og það var meðan hann var forsætisráðherra. Hann stefnir hann Geir og öðrum ráðamönnum og stjórnmálamönnum til sín í Seðlabankann að kvöldi og fram á nótt og stillir þeim upp við vegg: Þetta verður að gera eins og ég vil, hér og nú, um hánótt áður en dagurinn rennur.
Það er líka Davíð sem heldur blaðamannafund að morgni og afgreiðir þetta fyrir fjölmiðlum og öllum öðrum. Tilgangurinn á að vera að hækka vísitölur, gengi og önnur viðmið fyrir þjóðina. Síðan kemur í ljós að þetta fer allt á aðra lund. En það breytir því ekki að Davíð í krafti stöðu sinnar sem Seðlabankastjóri er við stýrið.
Aðrir virðast sitja í farþegasætum og fylgjast með. Davíð virðist vera réttur maður á réttum stað ef þetta snýst um að hann hafi forystuna og ráði ferðinni. Það var sagt þegar hann varð Seðlbankastjóri að nú gæti hann notað þægilegt djobb til að dunda við að skrifa bækur. Þetta væri jú bara silkihúfustarf fyrir stjórnmálamenn, sem vildu hafa það náðugt.
Annað hefur komið á daginn, enda hefði annað verið ólíkt Davíð.
![]() |
Krónan veiktist um 5,3% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.9.2008 | 03:09
Erfiðir dagar McCain og Palin.
Þessir dagar eru erfiðir fyrir McCain og Palin, varaforsetaefni hans. Eftir að Palin varð illa á í messunni við að svara spurningu varðandi Pakistan og gerði fleiri hliðstæð mistök hefur McCain orðið að koma henni til hjálpar og fara í viðtöl með henni, sem gagnrýnendur hafa kallað hliðstæðu þess að faðir reyni að hjálpa dóttur sinni.
Einn gamalreyndur gagnrýnandi sagði, að ævinlega yrði forsetaframbjóðenum á mistök þar sem þeim tækist illa til við að svara spurningum. En hann hefði aldrei fyrr orðið vitni að því fyrr að frambjóðandi skildi ekki spurningar.
McCain og Republikanar hafa orðið illilega fyrir barðinu á beittum þáttastjórnendum og í kvöld dró Rachel Maddox leiðtoga Republikana sundur og saman í háði. Hún benti á að hvorki Bush né McCain hefði einu sinni tekist að fá þingmenn sinna eigin ríkja, Texas og Arizona, til að standa með sér og spurði hvers konar leiðtogar það væru sem fengju tvo þriðju eigin þingflokks upp á móti sér í jafn mikluvægu máli og aðgerðir í verstu fjármálakreppu Bandaríkjanna í áraraðir væri.
![]() |
Hvetja þingið til dáða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2008 | 00:53
Fyrirsjáanleg framabraut.
Þegar í upphafi ferils Jóns Magnússonar í Frjálslynda flokknum var það morgunljóst í mínum huga að leið hans innan flokksins myndi aðeins liggja í eina átt, upp á við. Aukinn frami hans nú og framvegis mun ekki koma mér á óvart. Í hádegisviðtali nýlega á Stöð tvö ásakaði hann formanninn fyrir einkavinavæðingu í stjórn flokksins og nefndi Kristin H. Gunnarsson þingflokksformann og Magnús Reyni Guðmundsson, framkvæmdastjóra flokksins.
Ég sagði þá í bloggpistli að Jón myndi ekki tala svona nema hann teldi stöðu sína orðna það sterka að óhætt væri að láta til skarar skríða og að næsta skref í þessu máli yrði sú "málamiðlun" að Kristinn yrði látinn fara en Magnús fengi að vera, að minnsta kosti í bili.
Þetta hefur nú komið á daginn og Guðjón Arnar, sem áður kvaðst ekki myndu taka ákvarðanir í þessu máli, hefur nú tekið af skarið.
![]() |
Jón Magnússon þingflokksformaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2008 | 00:37
Samansafn pólitískra dverga eða...?
"Samansafn pólitískra dverga" var eitt af því sem heyrðist í kvöld á sjónvarpsstöðvunum bandarísku um þá ákvörðun meirihluta þingmanna að snúast gegn björgunarfrumvarpinu sem hafði kostað svo mikla vinnu ráðamanna úr báðum flokkum. Ein aðal ástæðan fyrir því að svona fór kann að vera að nógu margir þingmenn hafi brotnað undan því að taka stóra ákvörðun svo skömmu fyrir kosningar.
En það var líka afstaða eða ákvörðun út af fyrir sig hjá þessum þingmönnum að greiða atkvæði gegn frumvarpinu, en í huga þessara þingmanna virðist það ekki hafa verið eins afdrifarík afstaða og sú að taka ábyrgð á björgunaraðgerðunum.
![]() |
Hrun á Wall Street |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)