Erfiðir dagar McCain og Palin.

Þessir dagar eru erfiðir fyrir McCain og Palin, varaforsetaefni hans. Eftir að Palin varð illa á í messunni við að svara spurningu varðandi Pakistan og gerði fleiri hliðstæð mistök hefur McCain orðið að koma henni til hjálpar og fara í viðtöl með henni, sem gagnrýnendur hafa kallað hliðstæðu þess að faðir reyni að hjálpa dóttur sinni.

Einn gamalreyndur gagnrýnandi sagði, að ævinlega yrði forsetaframbjóðenum á mistök þar sem þeim tækist illa til við að svara spurningum. En hann hefði aldrei fyrr orðið vitni að því fyrr að frambjóðandi skildi ekki spurningar.

McCain og Republikanar hafa orðið illilega fyrir barðinu á beittum þáttastjórnendum og í kvöld dró Rachel Maddox leiðtoga Republikana sundur og saman í háði. Hún benti á að hvorki Bush né McCain hefði einu sinni tekist að fá þingmenn sinna eigin ríkja, Texas og Arizona, til að standa með sér og spurði hvers konar leiðtogar það væru sem fengju tvo þriðju eigin þingflokks upp á móti sér í jafn mikluvægu máli og aðgerðir í verstu fjármálakreppu Bandaríkjanna í áraraðir væri. 


mbl.is Hvetja þingið til dáða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Icelandic Media Corporation - Íslenskt Vefblogg

Ég ber enga virðingu fyrir hinum veikburða í þessum heimi , þ.e. fyrir þeim sem taka þátt í að eyðileggja hann , frá John Mc. Cain to Sara Palin og Mellon fjölskyldunnar osv.frv.

Ég fagna því að þeir sem bera ósigur fyrir hinum sterku játi sigur okkar , þess vegna erfum við Jörðina.

Hinir veiku eru ekki fólk í hjólastólum , gamalt fólk , ofsótt fólk , saklaust fólk osv.frv. Það eru fólk sem virðist sterkt , en notfærir sér styrkleika sína í veiklulegum tilgangi sem eyðileggur umhverfi þess. Þess vegna vorkenni ég þeim ekki neitt.

Leyfum þeim að rotna í sjálfsblekkingum sínum og trúa lygum annara á meðann við leggjum jörð þeirra undir fót og græðum allt upp sem þau hafa skemmt.

Þeirra veröld er orðin að þeirra fangelsi , og það eru þau sem halda sjálfum sér innan veggja fangelsisins.

bestu kveðjur,

Icelandic Media Corporation - Íslenskt Vefblogg, 30.9.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband