4.9.2008 | 16:55
Skjóta fyrst og spyrja svo.
Össur Skarphéðinsson virðist nú hafa tekið upp þekkta stefnu úr villta vestrinu með ummælum sínum um að fara á fullt með tilraunaboranir og sjá svo til hvernig matið á umhverfisáhrifunum verður. Össur hefur nú jafnvel slegið við þeim sem hafa rekið þessa stefnu á undan honum í stóriðju- og virkjanamálum, samanber ferlið varðandi samninga í tengslum við Helguvík og mat á umhverfisáhrifum álversins í Reyðarfirði á sínum tíma.
Össur er að verða með "the quickest draw in the west", fljótastur að draga framkvæmdaopnin úr slíðrum og afkastamestur við að freta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
4.9.2008 | 13:05
Að fæðast inn í verkfall og vinnudeilu.
Er það ekki dæmigert fyrir þjóðfélagsástandið að þeir Íslendingar sem koma nú í heiminn, skuli lenda umsvifalaust inni í miðri hringiðu verkfalls og kjaradeilu, sem er til skammar fyrir okkur.
Fyrr í sumar var haft í flimtingum að aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum hefði borið árangur. Nú er engu líkara en að fjármálaráðherra sé að streitast gegn réttmætum kröfum ljósmæðra með skammarlegu aðgerðarleysi í kjaraleiðréttingu, að því er virðist í þeirri von að þetta aðgerðarleysi skili ríkissjóði einhverjum ávinningi í lægri launagreiðslum en sanngjarnt er.
Upp úr þessu krafsi virðist fjármálaráðuneytið aðeins ætla að hafa það að magna upp aukinn stuðning almennings og þingmanna við málstað ljósmæðra. Ummæli jafnt stjórnarþingmanna sem stjórnarandstöðuþingmanna tala sínu máli.
Hvernig væri nú að aðgerðir bæru árangur og þetta leiðindamál leyst hið snarasta?
![]() |
Eitt barn fæddist á LSH í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.9.2008 | 12:46
"Skal í gegn-stefnan" á undanhaldi.
Það er langt síðan færa hefði átt hringveginn út úr miðbæ Selfoss til að greiða fyrir eðlilegri umferð. Erlendis er áberandi hvernig aðalleiðir liggja fram hjá helstu byggðakjörnum. Hér á landi hefur það sem ég kalla "skal í gegn-stefna" verið áberandi. Enn þurfa menn að taka á sig 15 kílómetra krók í Húnavatnssýslu til þess að aka í gegnum Blönduós og fleiri dæmi mætti nefna.
Samt hafa aðstæður breyst við Blönduós, því nú liggur umferðin til Sauðárkróks og þaðan til Siglufjarðar um Blönduós og nýja veginn um Þverárfjall og við nýja Blöndubrú hjá Fagranesi í Langadal, sem nú er innan bæjarmarka Blönduósbæjar, gætu Blönduósingar byggt alla þá þjónustuaðstöðu við vegfarendur sem nú er við gömlu brúna.
Fyrirmyndina að vegabótum við Selfoss og Blönduós má sjá í meira en 30 ára gamalli lausn við Hellu, þar sem vegurinn lá áður í gegnum þorpið en var síðan færður á nýja brú þar sem hringvegurinn liggur núna við útjaðar þorpsins. Andstaða við þessa samgöngubót var nokkur en eftir að hún varð að veruleika má undrast að "skal í gegn-stefnan" skyldi yfirleitt hafa verið haldið á lofti.
![]() |
Hringvegurinn færður norðar frá Selfossi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)