23.1.2009 | 23:33
Ekki nýtt í bransanum.
Það er ekki nýtt að nota "playback" og alsiða að gera slíkt í tónlistarbransanum. Ég held nú samt að á Íslandi hefðu menn ekki látið kuldann á klakanum stoppa sig og gefið skít í það þótt einhver hljóðfæranna yrðu fölsk.
Og miðað við stærð, umfang og kostnaðinn við innsetningarathöfnina hefðu nokkur skemmd hljóðfæri ekki verið mikill fórnarkostnaður. Engin ástæða samt að fórna Stradvariusar-fiðlum.
Miðað við það sem hefur gerst iðulega um allan heim í þessum efnum megum við kannski vera þakklát fyrir að Obama "mæmaði" ekki eiðstafinn.
![]() |
Tónlistin var leikin af bandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.1.2009 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.1.2009 | 20:02
Meira af þessu !
Vilhjálmur Bjarnason er einn þeirra sem hafa staðið vaktina frábærlega vel undanfarin ár við að stinga á kýlum fjármálaspillingarinnar sem fékk að þrífast óáreitt í skjóli slappra laga og lélegs eftirlits.
Enda höfðu stjórnvöld kynnt undir hinu efnahagslega fíkniefnapartíi sem öllum var boðið í sem það vildu þiggja eða gátu þegið.
Ég vona að þetta sé byrjunin á því að flett verði ofan af sem mestu af þessu. "Kynslóðin sem ræður ferðinni í er algerlega hömulaus" sagði Sigurjón Þ. Árnason í tímaritsviðtali í febrúar 2007.
Hannes Smárason sagði þá í viðtali að það sem hann og hans líkar væru að gera væri svo dæmalaust að venjulegt fólk sem reyndi það myndi ekki hafa hugmynd um hvert það væri að fara.
Verið er að ræða um upphæðir sem skipta tugum og hundruðum milljarða sem þessir menn voru að möndla og misfara með eins og sést á upphæðinni í fréttinni af dómi héraðsdóms.
Þetta er svolítið mikið í samanburði við manninn sem hér var settur í fangelsi fyrir að stela fernu af kókómjólk.
Þegar hrun varð í Færeyjum kom svo margt refsivert í ljós að ekki var hægt að beita fangelsisvist á alla brotlega.
Er líklegt að í margfalt stærra hruni á Íslandi hafi ekkert refsivert átt sér stað ?
![]() |
Gætu þurft að greiða út 35 milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2009 | 17:05
Hvað gera Davíð og hans menn ?
Ýmsar sögusagnir hafa verið á kreiki um þann möguleika að Davíð Oddsson muni leika stórt hlutverk á landsfundinum, ýmist sjálfur eða menn hans. Eftir að Geir ætlar að stíga til hliðar vaknar spurningin um það hvort það muni auðvelda Davíð og hans liði að beita sér.
Fróðlegt verður að fylgjast með flokkadráttum á landsfundinum. Það hefur gneistað á milli Þorgerðar og Davíðs. Og hvað með Kristján Þór Júlíusson, sem atti kappi við Þorgerði Katrínu síðast eða Bjarna Benediktsson, sem sumir kalla "vonarstjörnu flokksins ?
![]() |
Þorgerður leysir Geir af |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.1.2009 | 13:12
Man hvar maður var staddur.
Sumar fréttir berast þannig til manns að maður man æ síðan hvar maður var staddur þegar þær bárust. Það á við fréttina um veikindi Geirs H. Haarde sem fara þar að auki saman við fréttirnar um kosningar í vor og seinkum landsfundar.
Ég var í "Edrú"-bílnum mínum litla á Listabraut þegar Geir las yfirlýsingu sína í útvarpi og mér var það brugðið að ég stöðvaði bílinn við gangstéttina eftir að hann hafði sagt þessi óvæntu og slæmu tíðindi og sat þar agndofa.
Ég var að koma af ánægjulegum og eftirminnilegum fundi um stjórnmál með nemendum í MH og þessu ótíðindi komu beint í kjölfar þess.
Um áraraðir hafa kynni mín við Geir og bróður hans, Steindór Haarde, sem var samstúdent með mér í M.R. verið sérstaklega ánægjuleg og milli mín og Geirs hefur myndast traust vinátta, ekki síst fyrir tilstilli hans hlýju, elskulegu og lífsglöðu framkomu.
Ógleymanlegt var það þegar hann tók boði mínu um flugferð og gönguferð um norðausturhálendið sumarið 2006 í góðviðri sem var eins og pantað. Það hefðu ekki allir gert slíkt í hans sporum og haft eins góða nærveru og hann.
Sama er að segja af samskiptum okkar í harðri kosningabaráttu 2007, að þau voru einstaklega ánægjuleg þrátt fyrir skiptar skoðanir, því að stjórnmál þurfa ekkert að hafa áhrif á persónuleg kynni.
Sem betur fer segja læknar að hann eigi ágæta möguleika á að yfirstíga þessi veikindi og ég vona svo sannarlega að honum auðnist það.
Ég og Helga, kona mín, sendum honum og hans fólki mínar bestur óskir um að hann nái fullri heilsu og starfsorku á ný.
![]() |
Geir: Kosið í maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.1.2009 | 00:15
Þetta og hugsanlega að setjast niður.
Mér líst vel á appelsínugulu mótmælin og það að hætta að mótmæla á næturna. Ég held að það eigi að minnsta kosti að íhuga þá aðferð sem þekkt er erlendis að setjast niður og sýna borgaralega óhlýðni á þann hátt.
Í stað þess að gera aðsúg að bíl forsætisráðherra á ógnandi hátt og berja bílinn að utan held ég að hefði komið til greina að allur hópurinn hefði sest niður í kös í kringum bílinn og varnað honum för á þann hátt hæfilega lengi.
![]() |
Appelsínugul mótmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)