Hvað gera Davíð og hans menn ?

Ýmsar sögusagnir hafa verið á kreiki um þann möguleika að Davíð Oddsson muni leika stórt hlutverk á landsfundinum, ýmist sjálfur eða menn hans. Eftir að Geir ætlar að stíga til hliðar vaknar spurningin um það hvort það muni auðvelda Davíð og hans liði að beita sér.

Fróðlegt verður að fylgjast með flokkadráttum á landsfundinum. Það hefur gneistað á milli Þorgerðar og Davíðs. Og hvað með Kristján Þór Júlíusson, sem atti kappi við Þorgerði Katrínu síðast eða Bjarna Benediktsson, sem sumir kalla "vonarstjörnu flokksins ?


mbl.is Þorgerður leysir Geir af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

Ef að Davíð og félagar komast til valda í flokknum, þá neita ég að trúa því að það muni auka líkur þess að flokkurin haldi áfram stýra landinu.
Það yrði allavega mikil vonbrigði ef stjórnarflokkarnir verði með mikið fylgi í næstu kosningum eftir allt það sem þessi flokkar og menn hafa gert þá sértaklega í efnahags og umhverfismálum

Hans Jörgen Hansen, 23.1.2009 kl. 17:45

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson hættir sem seðlabankastjóri eftir kosningarnar 9. maí í vor og Björn Bjarnason verður að sjálfsögðu ekki dómsmálaráðherra eftir kosningarnar. Þá tekur við ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna.

Og ég geri ráð fyrir að Steingrímur Joð vilji mun frekar vera forsætisráðherra en utanríkisráðherra í þeirri stjórn, meðal annars til að þurfa ekki að vera með annan fótinn í Brussel ef Ísland gengur í Evrópusambandið. Og Seðlabankinn heyrir undir forsætisráðuneytið.

Um 70% þjóðarinnar vilja að kosið verði samhliða alþingiskosningunum um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið.

Og vonandi verður Íslandshreyfingin með einhverja þingmenn á Alþingi eftir kosningarnar.

Atli Gíslason lögfræðingur gæti orðið dómsmálaráðherra, Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri, menntamálaráðherra, Þuríður Backman hjúkrunarfræðingur, heilbrigðisráðherra, Jón Bjarnason búfræðingur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Ögmundur Jónasson fjármálaráðherra.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur staðið sig vel sem félags- og tryggingamálaráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir sem umhverfisráðherra.

Bjarni Benediktsson
stóð fyrir því sem formaður Allsherjarnefndar Alþingis að tengdadóttir Jónínu Bjartmarz, þáverandi umhverfisráðherra, fengi íslenskan ríkisborgararétt með hraði skömmu fyrir síðustu alþingiskosningar. Kastljós Sjónvarpsins gagnrýndi það harðlega, fjölskylda Jónínu höfðaði mál gegn Kastljósinu en tapaði því.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og eiginmaður hennar, Kristján Arason, stofnuðu ásamt vinum sínum eignarhaldsfélagið Sjö hægri utan um hlutabréfaeign sína í KB-banka, þar sem Kristján var framkvæmdastjóri. Og þau fengu lán hjá bankanum til kaupanna sem lendir á almenningi að greiða.

Bentu í austur, bentu í vestur, bentu á þann sem þér þykir bestur.


Samfylkingin og Vinstri grænir taka við völdum í Reykjavík eftir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári, vorið 2010. Dagur. B. Eggertsson verður borgarstjóri og Svandís Svavarsdóttir forseti borgarstjórnar. Eða öfugt.

Hverjum er þá ekki nákvæmlega sama hver fær að þrífa klósettin í Valhöll?!

Þorsteinn Briem, 23.1.2009 kl. 18:20

3 Smámynd: Sævar Helgason

Steini Briem

Þú er bjartsýnn á að stjórn Seðlabankans sem nú starfi til 9.maí 2009 og stjórn fjámálaeftirlits starfi einnig til þess tíma.  Ásamt öllum núverandi ráðherrum.

Ég held að þetta fólk verði allt saman farið úr sínum stólum um mánaðarmót jan.-feb. 2009 .  Gríðarlegar kröfur samfélagsins og einnig fjármálaheimurinn erlendis er sömu skoðunar... Atvinnulífið og heimilin í landinu þurfa fjármuni á allra næstu dögum.. á meðan núverandi stjórnir eru í þessum stofnunum..lánar okkur enginn pening...þetta lið er öllu trausti rúið...

Sævar Helgason, 23.1.2009 kl. 19:35

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sævar minn. Seðlabankinn heyrir undir forsætisráðuneytið, Geir Haarde ætlar að vera forsætisráðherra fram að alþingiskosningunum í vor, hann hefur þingrofsréttinn og hefur margsagt að hann ætli ekki að láta Davíð Oddsson hætta sem seðlabankastjóri.

Stjórnmálaflokkarnir, bæði þeir sem fyrir eru og hugsanlega einhverjir nýir, verða að fá sanngjarnan tíma, 2-3 mánuði, til að undirbúa framboð, halda prófkjör, setja saman framboðslista í öllum kjördæmum landsins og kynna sín stefnumál í fjölmiðlum, til dæmis sjónvarpi.

Og landsfundir Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna verða haldnir í síðari hluta mars næstkomandi en þeir síðarnefndu vilja alþingiskosningar 4. apríl í vor.

Ef kosið verður 9. maí verður ekkert þinghald á Alþingi í apríl og því einungis tveir mánuðir eftir af yfirstandandi þingi.

Birgir Ísleifur Gunnarsson: "Þingrofsréttur var tekinn upp í stjórnarskrána þegar árið 1874 og þá með fyrirmynd í dönsku stjórnarskránni. ... En forsætisráðherra hefur heimild til að rjúfa þing og sú heimild hefur reynst allvíðtæk. Reyndar er það oftast svo að í stjórnarsáttmála viðkomandi stjórnar er um það samið að það verði ekki gert nema með samþykki allra þeirra flokka sem aðild eiga að ríkisstjórn.

Ég held að þessi þingrofsréttur sé of víðtækur. Og hann hefur reyndar stundum valdið mjög óeðlilegri niðurstöðu. Árið 1979 kom t.d. upp sú óvenjulega staða að meirihluti Alþingis vildi rjúfa þing og efna til kosninga en þáverandi forsætisráðherra vildi það ekki. Þess vegna varð að skipta um ríkisstjórn sérstaklega til að koma fram þingrofi og efna til kosninga.

Á hinn bóginn getur forsætisráðherra líka rofið þing eftir að ríkisstjórn hefur misst meirihluta á Alþingi án þess að meirihluti þingsins vilji í raun rjúfa þingið. Og fullkominn möguleiki gæti verið á því að myndun nýrrar ríkisstjórnar tækist á Alþingi."


"Fram kom á miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins í dag að flokkurinn vilji að boðað verði til kosninga 9. maí. Ingibjörg sagðist telja, að sá tími geti vel komið til álita eins og hver annar og maí geti verið ágætur tími til að kjósa.

Hins vegar ætti alveg eftir að fara yfir það og ræða það milli stjórnarflokkanna og væntanlega við forystumenn annarra flokka, hvaða tímasetning sé best í því efni."

Þorsteinn Briem, 23.1.2009 kl. 21:31

5 Smámynd: Sævar Helgason

Takk fyrir þetta Steini minn.

Allt er þetta ,hjá þér , miðað við að Geir H. Haarde verði forsætisráðherra allt til 9.maí 2009- það er nú verkurinn hjá þér Steini minn.  Þarna greinir á milli... en framtíðin sker úr...

Sævar Helgason, 23.1.2009 kl. 21:53

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Geir Haarde verður forsætisráðherra að nafninu til fram að næstu alþingiskosningum en hann ræður.

Stjórnarskrá Íslands:

13. grein. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
[Forsætis]Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík."

Íslenskur karlmaður um sextugt sem grefur skurð hann grefur skurð, enda þótt hann viti mæta vel mokað verði ofan í hann skömmu síðar.

Geir Haarde er Bjartur í Sumarhúsum.

Hvers virði eru peningar þegar við eigum slíkan mann?

Þorsteinn Briem, 23.1.2009 kl. 23:09

7 Smámynd: Jónas Jónasson

SJÁLFBÆRT ÍSLAND - já takk!

Jónas Jónasson, 24.1.2009 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband