29.1.2009 | 23:10
Fleiri hafa tíma og ástæðu til að mótmæla.
Það verður spennandi að sjá hvaða áhrif það hefur á mótmælin að búið er að fullnægja öllum skilyrðunum sem mannfjöldinn hrópaði á Austurvelli í vetur.
Ef stjórnvöld gefa sér það að nú detti botninn úr mótmælafundunumer ekki víst að forsendurnar fyrir slíku mati séu þær sömu og við eðlilegar aðstæður.
Meðan hér var nóg atvinna og fólk á fullu við að græða eftir því sem færi gáfust var kannski erfitt að aka Jóni og Gunnu út úr sjónvarpssófnum.
Þetta er gerbreytt. Bráðum verða komnir meira en 20 þúsund manns, sem hafa lítið annað við tímann að gera en að fara á fjöruga mótmælafundi.
Sífellt koma nýjar og verri fréttir og veskin eiga eftir að minna fólk á hrunið og kreppuna á hverjum degi.
![]() |
18.000 á atvinnuleysisskránni? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.1.2009 | 19:10
Ekki nýtt fyrirbæri.
Það er ekki nýtt fyrirbæri að kosið sé tvisvar á sama ári. Þetta hefur gerst þegar stjórnarskrárbreytingar hafa verið á dagskrá.
1942 var kosið tvisvar og það ár var sérlega örlagaríkt í stjórnmálunum. Þá varð trúnaðarbrestur milli foringja stærstu flokkanna, Ólafs Thors og Hermanns Jónassonar sem hafði áhrif á íslensk stjórnmál í 14 næstu ár.
Í kjölfarið fóru stjórnarkreppa og utanþingsstjórn 1942-44.
Meiri verðbólga en þekkst hafði hélt innreið sína. Ólafur Thors hafði ekki miklar áhyggjur af henni og sagði að hægt yrði að slá hana niður með einu "pennastriki". Það gerðist þó ekki fyrr en 48 árum síðar.
1959 voru tvennar kosningar vegna róttækrar breytingar á kjördæmaskipan. En í kjölfar þeirra fór eitt mesta stöðugleikaskeið aldarinnar, Viðreisnarstjórnin, sem sat í þrjú kjörtímabil eða tólf ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2009 | 18:01
Árangur, en hvernig kosið og skipað í það ?
Þetta atriði stjórnarsáttmálans sýnir árangur af lýðræðisumræðu vetrarins og áhugans sem hefur kviknað í því efni hjá almenningi.
Vísa til bloggpistil hér á undan en árangur stjórnlagaþingsins veltur mjög á því hvernig fulltrúar á það verða valdir.
![]() |
Samþykkja stjórnlagaþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.1.2009 | 17:22
Framsókn nýtir aðstöðu sína til hins ítrasta.
Framsóknarflokkurinn nýtir nú aðstöðu sína til hins ítrasta sér í hag í aðdraganda kosninganna. Flokkurinn er búinn að halda flokksþing sitt og lægja öldur og getur einbeitt sér að kosningunum án þess að þurfa að stússast í því vanþakkláta verkefni að stjórna landinu.
Á sama tíma eiga Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Frjálslyndi flokkurinn eftir að halda flokksþing sína og kjósa í stjórnir sínar með öllu því sem slíku fylgir, auk þess sem helstu forystumenn Samfylkingar þurfa að standa á haus í að stjórna hálfsokkinni þjóðarskútunni.
Framsókn ætlar að svínbeygja þessa flokka og láta Samfylkinguna svo sannarlega kaupa stjórnarsetuna dýru verði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.1.2009 | 17:13
Svínvirkar: Að kópera vopn andstæðinganna.
Það er eitt af lögmálum hernaðar að þegar annar aðilinn ræður yfir vopni, sem getur reynst skætt, reynir hinn að gera eftirlíkingu af því fyrir sig. Bretar beittu til dæmis skriðdrekum í fyrri heimsstyrjöldinni og Þjóðverjar tóku þá tækni upp sem lið í nýrri hernaðartækni leifturstríðs, sem varð skæðasta vopni þeirra þar til andstæðingarnir lærðu sína lexíu.
Frægð Pattons fólst í notkun habns á þeirri tækni sem Þjóðverjar höfðu fullkomnað.
Þessi aðferð hefur svínvirkað í íslenskri pólitík.
1953 fékk Þjóðvarnarflokkurinn 6% fylgi í alþingiskosningum og síðan 10,5% í bæjarstjórnarkosningum 1954.
Vinstri flokkarnir tóku baráttumálið um brottför hersins upp í mars 1956 og það innsiglaði örlög Þjóðvarnar í kosningunum í júní. Um haustið var loforðið síðan svikið en Þjóðvörn bar aldrei sitt barr eftir þetta.
Tregða í landhelgismálinu varð banabiti Viðreisnarstjórnarinnar en 1971 var mynduð vinstri stjórn sem færði landhelgina úr 12 mílum í 50. En í kjölfarið bætti Sjálfstæðisflokkurinn um betur og tók 200 mílna landhelgi upp á arma sína.
Eftir Jökulsárgönguna 2006 setti Samfylkingin fram Fagra Ísland og lofaði stóriðjustoppi í kosningunum 2007. Hvort tveggja var síðan svikið.
Um og eftir áramótin fengu samtök um hagsmuni aldraðra og öryrkja mikið fylgi en Samfylkingin og VG, einkum Samfylkingin gerðu málefni þessara samtaka að sínum og allt fylgið reyttist af hinum nýstofnuðu samtökum sem tókst ekki að skila inn gögnum fyrir framboð sitt.
Nú skynja Framsóknarmenn lýðræðisölduna í þjóðfélaginu og lofa öllu fögru um stjórnlagaþing. Spurningin er hvort hægt er að treysta þeim í því máli fremur en öðrum "lánsmálum."
Því verður þó ekki neitað að það er árangur út af fyrir sig að hafa áhrif á stefnu andstæðinganna, svo framarlega sem hún er ekki svikin.
![]() |
Kosið í vor og í haust? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2009 | 09:28
Keðjan sem ekki má slitna.
Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Hér á landi eru heimilin, fyrirtækin, bankarnir og sjóðirnir og ríkissjóður fjórir hlekkir í þessari keðju.
Allir hlekkirnar hafa veikst stórlega eftir að hlekkur bankanna brast. Það verður að mynda keðju til framtíðar þar sem allir hlekkirnir halda. Hver þeirra er nauðsynlegur fyrir hina og keðjuna alla.
Til að koma í veg fyrir að hlekkir heimila og fyrirtækja bresti verður að fá fé og fyrirgreiðslu frá bönkum, sjóðum og ríkissjóði. Það er ekki hægt að búa til fjármuni heldu neyðast menn til að færa fjármuni frá einum til annars.
Ef of hart er gengið að ríkissjóði, sem er þrátt fyrir allt sjóður okkar allra, þannig að hann komist í þrot fer allt í vaskinn og afleiðingarnar verða slæmar til framtíðar.
Vandinn er sá að finna gullnu leiðina sem tryggir að allir hlekkirnir haldi, þótt veikir séu.
![]() |
Seinkun á því að bankar standi á eigin fótum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.1.2009 | 09:12
Einstigi sanngirninnar.
Icesafe málið er gott dæmi um það að sanngirni er oft nauðsynleg til að leysa erfið og stór mál. Nú er brýn þörf á því fyrir okkur Íslendinga að endurreisa traust okkar á erlendum vettvangi.
Það er til dæmis ekkert grín sem Stefán Jón Hafstein sagði frá í þættinum Í vikulokin að þegar hann þyrfti að leita til manna í myrkustu Afríku til að vinna verk fyrir sig kæmi oft spurningin: "Er hægt að treysta því að þið Íslendingar borgið?"
Þetta er alveg ný staða. Á hinn bóginn verðum við með festu og lagni að leita allra mögulegra leiða til að komast sem best frá Icesafe-málinu og brenna engar brýr að óþörfu. Þar verðum við meðal annars að höfða til sanngirnissjónarmiða og vinna málstað okkar fylgi erlendis.
Það var breskt-bandarískt Thathcer-Reagan kerfi sem beið skipbrot og varð Íslendingum svo miklu dýrkeyptara en öðrum þjóðum. Hér var þessu kerfi að vísu leyft að þenjast út í meira stjórnleysi og andvaraleysi en hjá öðrum þjóðum og af því súpum við seyðið.
Það er engum í hag, ekki heldur Bretum, að lagðar séu dæmalausar klyfjar á herðar komandi kynslóðir Íslendinga því að Bretar bera líka sína ábyrgð á því hvernig fór.
Framundan er líklegast löng og ströng barátta fyrir hagsmunum Íslendinga. Jafnvel Þjóðverjar fengju eftir tvær heimsstyrjaldir að greiða stríðsskaðabætur sínar á þann hátt að það íþyngdi þeim ekki.
![]() |
Opnast Icesave-málið að nýju? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)