Ekki nýtt fyrirbæri.

Það er ekki nýtt fyrirbæri að kosið sé tvisvar á sama ári. Þetta hefur gerst þegar stjórnarskrárbreytingar hafa verið á dagskrá.

1942 var kosið tvisvar og það ár var sérlega örlagaríkt í stjórnmálunum. Þá varð trúnaðarbrestur milli foringja stærstu flokkanna, Ólafs Thors og Hermanns Jónassonar sem hafði áhrif á íslensk stjórnmál í 14 næstu ár.

Í kjölfarið fóru stjórnarkreppa og utanþingsstjórn 1942-44.

Meiri verðbólga en þekkst hafði hélt innreið sína. Ólafur Thors hafði ekki miklar áhyggjur af henni og sagði að hægt yrði að slá hana niður með einu "pennastriki". Það gerðist þó ekki fyrr en 48 árum síðar.

1959 voru tvennar kosningar vegna róttækrar breytingar á kjördæmaskipan. En í kjölfar þeirra fór eitt mesta stöðugleikaskeið aldarinnar, Viðreisnarstjórnin, sem sat í þrjú kjörtímabil eða tólf ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SYDRIX

JÁ enn þá voru menn með sverð á sér, nu eru breytir tímar og þetta bull mun kosta okkur gjaldþrot á ollum islendingum ef við kjósum og forum i EES  ég var að horfa á ÍNN Sjónvarpið hja ingva og þar sagði einn sammfylkinga maður svona útundan ser þegar ingvi byrjaði að tala við hinn þá heirðist, já við verðum gjaldþrota það er augljóst og him svona bringuhlátur  hvaða virðin er það villjum við þetta?

ég vill kljúfa norðurland frá suðurlandi þið eruð að ganga frá okkur hvað ætli við séum buinn að borga i vegakerfið enn við hofum ekki einusinni góða vetrastaura til að keyra eftir i blind bil það myndi einhverjir skæla ef það sama myndi gylda hja ykkur...

SYDRIX, 29.1.2009 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband