8.1.2009 | 20:40
Reykjavík sama og Krísuvík.
Ég hitti gagnmerka framsóknarkonu á Egilsstöðum nú rétt í þessu og ræddi við hana um það hvernig íbúar á suðvesturhorni landins upplifa nú það sem landsbyggðarfólk hefur þurft að lifa við um áratugi, - að stórfellt atvinnuleysi og fólksflótti bresti á fyrirvararlaust.
Á morgun fer kannski sægreifinn með togarann úr plássinu og daginn eftir lokar rækjuvinnslan.
Á leið minni í dag landleiðina að sunnan úr Reykjavík með ódýrasta ferðamátanum í ódýrasta bíl landsins, Fiat 126, hef ég hitt landsbyggðarfólk á förnum vegi og heyrt hvernig það er sallarólegt enda orðið ýmsu vant.
Þó veit það að áhrifin "að sunnan" eiga eftir að berast um landið og eru þegar farin að gera það eins og fréttir úr heilbrigðisþjónustunni bera merki um.
En aftur að framsóknarkonunni, sem aðspurð sagðist ekki hafa áhyggjur af "fjandsamlegri yfirtöku" í framsóknarfélögum hér í Norðausturkjördæmi. Hún sagði mér að hún hefði heyrt fólk á þessum krísutímum nefna nafnið Krísuvík og það ætti þá við Reykjavík.
Já, dæmið hefur snúist við að ýmsu leyti, en margt er þó á huldu um þróunina á næstunni. Er hætt við að krísuvíkurnar verði margar.
Annars er erindi mitt norður og austur aðallega að fylgjast með því sem er að gerast á þeim svæðum þar sem ég stend í gerð alls fimm kvikmynda, sem fjalla um svæðin sem eru undir í virkjanaæðinu.
Eins og er felst þetta aðeins í því að fylgjast með og safna myndaefni, en að öðru leyti er gerð allra þessara mynda stopp í bili vegna fjárskorts, - í Krísuvík.
![]() |
Bærinn vill verja sjúkrahúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.1.2009 | 07:47
Shakespeare orðaði þetta allt.
![]() |
„Rauðir í framan af reiði“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)