12.10.2009 | 21:25
Hvað er "eðlilegur undirbúningur"?
Í ályktun borgarafundar um atvinnumál á Suðurnesjum er talað um verkefni sem hafi fengið "eðlilegan undirbúning". Í viðbrögðum á blogginu við ályktuninni sé ég meðal annars að umhverfisráðherra sem vill að öll framkvæmdin sé metin og skoðuð í heild er kallaður "landráðamaður."
Er það "eðlilegur undirbúningur" að rokið sé af stað með látum með einstaka hluta þeirrar framkvæmdar sem álver og orkuöflun til hennar er og síðan á að láta ráðast hvað kemur út úr dæminu þegar upp verður staðið?
Er það "eðlilegur undirbúningur" þegar ekki hefur verið gengið frá því hvort orka sé til fyrir því risaálveri sem menn ætla að reisa?
![]() |
Töfum í atvinnuuppbyggingu beint gegn tekjulágum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
12.10.2009 | 13:36
Allt er betra en álverið.
Skemmtileg tilviljun, ef það er tilviljun, að þessi viljayfirlýsing skuli koma eftir að ríkið hætti við að framlengja viljayfirlýsingu varðandi álverið á Bakka.

Alltgleypandi risaálver á Bakka þokast með þessu vonandi út úr myndinni svo að skaplegri kostir taki við.
Þá kosti benti ég strax ítrekað á snemma í kosningabaráttunni 2007 og æ síðan.
Ég minni samt á bloggpistil minn um erlendu fréttina um "gagnaveraæðið" sem er að grípa um sig og gæti spunnist upp í eitthvað svipað og "bankakerfisæðið" og "álveraæðið". Í þeim pistli varaði ég við því að "fara úr einu æðinu í annað" heldur að vinna að þessum málum yfirvegað og að vel rannsökuðu máli.
![]() |
Stefnt að gagnaveri í Þingeyjarsveit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.10.2009 | 11:25
Sérkennileg nafngift.

"Djúpvegur" um Arnkötludal eru fyrstu þrjú orðin í frétt á mbl.is um opnun hins nýja vegar um Arnkötludal.
Ofangreind setning var byrjun á bloggi mínu í morgun þar sem í framhaldinu ályktaði ég sem svo að þessi nafngift væri frá blaðamanni Morgunblaðsins komin.
En síðan náði ég sambandi við Vegagerðina og fékk þær upplýsingar að þetta væri hennar nafngift og að á undan þessari skilgreiningu hefði orðið "Djúpvegur" verið notað um alla leiðina til Ísafjarðar frá Hrútafjarðarbotni.
Hvað um það, ég verð að lýsa mig óssamála þessari nafngift.
Mér finnst einfaldlega rangt að kalla þennan veg "Djúpveg". Vegurinn liggur milli Gautsdals og Geiradals í Reykhólasveit og yfir í Arnkötludal við Steingrímsfjörð.
Hann liggur samsíða veginum um Tröllatunguheiði sem enginn hefur kallað Djúpveg svo ég viti.
Hvorki vegurinn um Tröllatunguheiði né Arnkötludal koma nærri Ísafjarðardjúpi, þótt þeir liggi samsíða innsta hluta þess. Bein loftlína frá veginum um Arnkötludal þvert um hálendið til Ísafjarðardjúps er um 40 kílómetrar, álíka löng og loftlína frá Mosfellsheiðarvegi yfir að Suðurströndinni.
Á myndinni sem birt er á mbl.is er horft til suðvesturs eftir veginumum niður að mynni Gilsfjarðar.
Ef birt hefði verið mynd þar sem horft var í hina áttina hefði sést til norðausturs eftir veginum niður í Steingrímsfjörð.
Alveg eins væri hægt að segja "Suðurstrandarvegur" um Mosfellsheiði eða "Djúpvegur" yfir Gilsfjörð.
Eða "Djúpvegur" yfir Gemlufallsheiði.
Það lengsta sem hægt er að teygja hugtakið "Djúpveg" ef menn endilega vilja færa það hugtak sem víðast út er að hann endi að austanverðu við vegamót vegarins yfir Steingrímsfjarðarheiði í botni Steingrímsfjarðar.
Frá þeim vegamótum að vegamótum hins nýja vegar í Arnkötludal eru 17 kílómetrar.
Frá vegamótum Arnkötludalsvegar í Reykhólasveit að vegamótum Þorskafjarðarheiðarvegar eru 24 kílómetrar.
Lítið þið bara á kort og sjáið þetta sjálf.
Ástæðan sem ég fékk uppgefna hjá Vegagerðinni nú, rétt í þessu, voru þörfin á að aðgreina skilmerkilega tvær mismunandi aðalleiðir til Ísafjarðar. Þannig hafa þeir hjá Vegagerðinni syðri leiðina "Vestfjarðaveg" og nyrðri leiðina Djúpveg, sem áður byrjaðivið vegamótin við Hringveginn í Hrútafirði (!) en byrjar hér eftir við vegamót Vestfjarðavegar og nýjar vegarins um Arnkötludal.
Í þessu er ekki samræmi.
Annað hvort ætti þá Vestfjarðavegur að heita Barðastrandarvegur og Djúpvegurinn nýi að halda sínu nafni, eða, - það sem ég legg til, - hinn nýi Djúpvegur að heita "Vestfjarðavegur nyrðri" svipað og talað er um Fjallabaksvegi syðri og nyrðri.
Ef nafn veganna þarf að miðast við það svæði sem fjærst liggur, væri samræmi í þessu.
Eftir sem áður gætu menn talað líka um að fara um Djúpið eða að fara um Barðaströndina.
![]() |
Formleg opnun á föstudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.10.2009 | 09:56
Áfram forkastanlegt að segja satt.
Þegar nokkrir málsmetandi aðilar hér heima og erlendis bentu á brotalamirnar í "íslenska efnahagsundrinu" sem bentu tl þess að það riðaði til falls vantaði ekki að þeir væru fordæmdir hér heima.
Hinir erlendu aðilar voru taldir öfundsjúkir og illgjarnir, jafnvel afglapar, samanber ummæli íslensks ráðherra um að einn þeirra þyrfti að fara í endurhæfingu í skóla !
Hinir innlendu gagnrýnendur voru taldir óþjóðhollir og hættulegir fyrir orðspor landsins.
Eftir á þykjast flestir hafa viljað þá Lilju kveðið hafa sem þessir gagnrýnendur kváðu.
En nú bregður svo við að það er eins og margir hafi ekkert lært af þessu.
Þegar bent er á sams konar óskhyggju og feluleik gagnvart hinni raunverulegu stöðu virkjanaframkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur, líkt og Dofri Hermannsson hefur gert skilmerkilega, hefst sami söngurinn á ný um óþjóðhollustu og skemmdarverk þeirra sem leggja staðreyndir á borðið til þess að staðan sé metin raunhæft en ekki með þeim himinskautum sem tíðkast hefur í orkuöflun, bæði í sambandi við álverið í Helguvík og á Bakka.
![]() |
Var bara að benda á hið augljósa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)