Hvað er "eðlilegur undirbúningur"?

Í ályktun borgarafundar um atvinnumál á Suðurnesjum er talað um verkefni sem hafi fengið "eðlilegan undirbúning". Í viðbrögðum á blogginu við ályktuninni sé ég meðal annars að umhverfisráðherra sem vill að öll framkvæmdin sé metin og skoðuð í heild er kallaður "landráðamaður."

Er það "eðlilegur undirbúningur" að rokið sé af stað með látum með einstaka hluta þeirrar framkvæmdar sem álver og orkuöflun til hennar er og síðan á að láta ráðast hvað kemur út úr dæminu þegar upp verður staðið?

Er það "eðlilegur undirbúningur" þegar ekki hefur verið gengið frá því hvort orka sé til fyrir því risaálveri sem menn ætla að reisa?  

 


mbl.is Töfum í atvinnuuppbyggingu beint gegn tekjulágum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Einhverstaðar sá ég að  Búðarhálsvirkjun sem kostar 25 milljarða- skapi aðeins 12 störf í áliðnaði.

Sem sagt > 1 milljarður/starf í frumkostnað.

Á 50 ára starfsævi eru heildarævitekjur meðal Jónsins um 350-400 milljónir kr. 

Þurfum við ekki aðeins að draga andann og hugsa upp á nýtt í virkjanamálum og nýtingu  ?

Sævar Helgason, 12.10.2009 kl. 22:01

2 identicon

Sammála Ómar þetta er sko ekki eðlilegur undirbúningur.

Bæði álverið í Helguvík og álverið á Bakka byrjuðu sem nokkuð heilsteyptar hugmyndir er tóku mið af þeim upplýsingum sem fyrir lágu um mögulega orkuöflun á nærliggjandi svæðum. Svo hófst kapphlaupið um mengunarkvóta. Þá var undirbúningnum hent á haugana og settar fram áætlanir sem hvor um sig áttu að taka allan fyrirliggjandi kvóta og gott betur. Síðan þá hefur þetta bara verið tómt rugl.

Engir hafa skaðað áform um stóriðju á Íslandi meira en þeir sem dansað hafa við frekjutrommu álfyrirtækjanna tveggja. Það er ekki hægt að byggja þetta stór álver, á hvorugum staðnum, og fólk á að hætta stuðningi við þær hugmyndir.  Í staðinn má taka upp fyrstu áætlanir,  sé álver það eina sem mögulegt er að fjármagna og koma á koppinn.

Ber þá von í brjósti að Norðlendingar og Alcoa séu að ná áttum. Ekki gengur að ætla að gleypa allt í einum bita og skilja eftir sviðna jörð í hamaganginum.  

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 22:04

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gallinn er sá að aðferð álfyrirtækjanna er sú að byrja með að veifa smærri álverum, 120 þúsund tonna álveri á Reyðarfirði og 120 þúsund tonna fyrstu áföngum í Helguvík og á Bakka.

Þegar búið var að eyða nógu mörgum milljörðum í undirbúning á Reyðarfirði komu síðan úrslitakostirnir: Annað hvort verður reist 460 þúsund tonna álver eða hætt við allt saman. 

Svipaðir úrslitakostir voru reifaðir í upphafi ásóknarinnar í að stækka álverið í Straumsvík og á Bakka var fyrst svarið og sárt við lagt að álverið yrði ekki nema 250 þúsund tonn, en þegar búið var að teyma menn nógu langt í undirbúningi og kostnaði var þeim aftur stillt upp við vegg: Álverið verður ekki hagkvæmt nema það verði 340 þúsund tonn. 

Ómar Ragnarsson, 12.10.2009 kl. 23:04

4 Smámynd: Sævar Helgason

 Smá leiðrétting :

Sem sagt > 2 milljarða /starf í frumkostnað.(átti þetta að vera)

Sævar Helgason, 12.10.2009 kl. 23:08

5 identicon

Það virðist sem Suðurnesjamenn séu algerlega búnir að tapa áttum í kröfum sínum.    Það er búið að færa rök fyrir að jarðhitaorkan á Suðvesturhorninu er stórlega ofmetin og jafnvel þó svo væri ekki þá er ekki næg orka til fyrir Helguvík.    Þá er augljóst eins og Sævar bendir á hér að ofan að orkan skilar sér ekki vel í atvinnu og tekjum til þjóðarinnar fyrir utan að við eigum jafnvel enga orku eftir til annara þarfa sem munu koma upp eftir því sem árin líða!!      

Nú hrópa Suðurnesjamenn að illa sé með þá farið, mesta atvinnuleysið sé þar og mikil fátækt - þeir kalla Svandísi landráðamann!     En hvernig stendur á atvinnuleysinu í Reykjanesbæ?     Ég skoðaði tölur um fólksfjölda eftir póstnúmerum hjá Hagstofunni.   Þá kemur í ljós að það fjölgar úr 29 manns í um 1150 í póstnúmeri 235 sem er KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR meðan fólksfjöldinn nánast stendur í stað í póstnúmeri 230, Reykjanesbæ!      Það eru sem sé íbúðir Hersins sem seldar voru fyrir slikk og greiðast eftir hentugleikum og sem er því hægt að leigja út ódýrt og laða að atvinnulausa fátæklinga.       Hann ætlar að reynast okkur dýr ameríski herinn ef tilfellið er að hann sé nú löngu eftir burtför sína að leggja landið í orkulega auðn með hjálp íslenskra gróðafíkla.

Kveðja,

Ragnar Eiríksson 

Ragnar Eiriksson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 23:42

6 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Eina rökrétta svar Suðurnesjamanna við þessu umhverfisofstæki er að loka aðkomu að Keflavíkurflugvelli í nokkra mánuði meðan umhverfisáhrif vallarins eru könnuð.

Þá kannski væri hægt að losna við þessa mannfjandsamlegu stefnu sem skeytir ekkert um lífsafkomu fólks.

Finnur Hrafn Jónsson, 13.10.2009 kl. 02:02

7 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Álfyrirtækin haga sér á svipaðan hátt og maðurinn sem byggði bílskúrinn. Bílskúrinn varð stærri og hærri en hann hafði leyfi til og eyðilagði heilmikið fyrir nágranna hans. Hann komst samt upp með þetta refsilaust því það þótti sóun á verðmætum að minnka kofann. Skjóta fyrst og spyrja svo, það er málið.

Sigurður Sveinsson, 13.10.2009 kl. 07:02

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

18. 9.2009: "Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, hefur það hlutverk að leiða umbreytingu og þróun fyrrum varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli, sem heitir í dag Ásbrú, til borgaralegra nota. Í tengslum við megin stefnumörkun félagsins er ráðgert að byggja upp á svæðinu tæknigarða sem leggja áherslu á græna orku."

16.9.2009: "Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) og Iceland Health ehf. hafa undirritað viljayfirlýsingu (e. Term Sheet) um að aðilar muni sameiginlega byggja upp heilsutengda starfsemi í sjúkrahúsi Kadeco á Ásbrú í Reykjanesbæ, auk samnings um nýtingu á íbúðareignum."

18.9.2009: "Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, hefur leigt fyrirtækinu Atlantic Studios byggingu 501 við Grænásbraut á Ásbrú undir kvikmyndaver. Veik staða íslensku krónunnar getur komið sér vel fyrir erlenda framleiðendur kvikmynda sem sjá fjölmörg tækifæri til kvikmyndagerðar á Íslandi.

Þá hefur iðnaðarráðuneytið stutt vel við bakið á innflutningi kvikmyndatökuverkefna með endurgreiðslu á sköttum en 20% af framleiðslukostnaði sem fellur til á Íslandi er endurgreiddur."

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf
.


Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs
var stofnaður vorið 2007. Skólinn hefur aðsetur á Ásbrú. Keilir byggist upp á fjórum mismunandi skólum auk Háskólabrúar þar sem undirbúningsnám fyrir háskólanám fer fram. Skólarnir eru Heilsu- og uppeldisskóli, Orku- og tækniskóli, Samgöngu- og öryggisskóli og Skóli skapandi greina."

Stúdentaíbúðir á Ásbrú


Ásbrú- Wikipedia

Þorsteinn Briem, 13.10.2009 kl. 08:57

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Atvinnuleysi á landinu var 7,2% í september síðastliðnum og þá voru að meðaltali 12.145 manns atvinnulausir, eða 1.242 færri en í ágúst, þannig að atvinnulausum fækkaði um 9,3% á milli mánaðanna, segir Vinnumálastofnun.

Í ársbyrjun 2007 spáði Seðlabankinn um 5% atvinnuleysi hér á þessu ári, 2009

Þorsteinn Briem, 13.10.2009 kl. 09:42

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já þetta orðalag „eðlilegur undirbúningur“ hlýtur að kalla á að einnig sé til „óeðlilegur undirbúningur“.

Skammir þeirra sem tengjast áliðnaðinum dembast yfir Svandísi Svavarsdóttur og hún jafnvel sögð vera hin versta kona að vera að eyðileggja mjög mikla hagsmuni. Í raun er hún að bjarga því sem bjargað verður og að koma þessum álmönnum eitthvað niður á jörðina.

Fyrri ríkisstjórnir hafa „gefið“ álframleiðendum á Íslandi mengunarkvóta án nokkurra skilyrða. Í dag gengur mengunarkvóti kaupum og sölum og hefur núna verið um eða rúmlega €25 fyrir hvert tonn CO2 á ári. Ef hér eru framleidd um 800.000 tonn af áli á ári þá er það um €50 á tonn þar sem tvö tonn af CO2 og skyldum mengandi efnum verða til af hverju framleiddu áltonni. Þetta eru um €20.000.000 á ári eða hátt í 4 miljarða króna. Það myndi muna um minna og gæti vel staðið undir vöxtum af €75.000.000.000 sem nú er talið að ríkissjóður verði að gangast í ábyrgð vegna Icesafe.

Hér er því um mjög illa undirbúið mál hjá áhangendum og áhugafólki um frekari áliðnað hér á landi. Auðvitað á stóriðjan að borga fyrir mengun. Meira að segja Hannes Hólmsteinn sagði það einhvern tíma fyrir langt löngu að þeir sem eyða eigi líkaq að borga! Hádegismaturin er ekki ókeypis! Ekki heldur fyrir áliðnaðinn!

Því miður gleymdist furðumargt af skynsamlegu hjali hjá þessum þokkapiltum á tímum einkavæðingar og frekari stóriðju.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.10.2009 kl. 11:26

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þeir sem settu Ísland á hausinn unnu eftir sömu hugmyndafræði og þeirri sem þú gerir að umræðuefni Ómar. Nokkrir markaðshyggjupostular reyna að stýra allri umræðu og ekki nema ein skoðun er leyfileg. Ef Suðurnesjamenn geta ekki lifað án álvers þá er ekki við umhverfisráðherra að sakast. Þá erum við komin að öðru ráðuneyti sem er ráðuneyti menntamála. Þá hefur gleymst í fræðslulöggjöfinn það mikilvæga kennsluefni að gera nemendum ljóst að þeir eiga að læra að bjarga sér án beinna afskipta stjórnvalda.

Árni Gunnarsson, 13.10.2009 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband