15.10.2009 | 11:09
Tímanna tákn.
Ekki eru nema örfá ár síðan það hlakkaði í íslensku þjóðinni yfir því að fyrirtæki, sem voru stolt nágrannaþjóða okkar svo sem í Kaupmannahöfn væru komin í eigu Íslendinga.
Sjá mátti skrif um það að nú væri hefnt fyrir einokunarverslunina og maðkaða mjölið.
Þess nöturlegra er að sjá að banki með nafninu Íslandsbanki sé kominn í erlendar hendur.
En kannski var þetta okkur mátulegt. Hefði kannski átt að hlakka aðeins minna í okkur þegar Magasin de Nord varð íslenskt.
Og síðan glyttir í það hvort erlent eignarhald á íslenskum bönkum þýði í raun að vegna hinnar fáránlegu skuldsetningar íslensk sjávarútvegs sé hann þar með í raun kominn í eigu útlendinga.
![]() |
Íslandsbanki í erlendar hendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.10.2009 | 09:48
Hvimleitt.
Það er hvimleitt að maður telji sig verða að vera með ábendingar út af málfari dag eftir dag hjá fjölmiðli sem gera þarf kröfur um að noti sæmilega vandað mál.
Í fréttinni um Maradona í dag á ég við setningarhlutann "...öskuillur út í þá sem gagnrýnt hafa sig..."
Þetta á að vera "...öskuillur út í þá sem gagnrýnt hafa hann..."
Hér sjáum við málvillu smábarna.
Nýlega varð að grisja harkalega í starfsmannahópnum á Morgunblaðinu og segja upp fjölmörgum reyndum blaðamönnum.
Engu að síður má nú sjá þvílíkar grundvallarvillur í málfari á mbl.is að mér finnst ekki við það unandi. Hér verður að ráða bót á.
Um allar starfstéttir gildir það að gera verður lágmarkskröfur um verkkunnáttu.
Verkkunnátta blaðamanna felst meðal annars í því að kunna að nota móðurmálið. Á það virðist skorta.
P. S. Varla er ég búinn að skrifa þessa ábendingu en að ég sé ruglning með viðtengingarhátt í nýrri frétt um eld í Lifrarsamlaginu í Vestmannaeyjum. Á ég ekki bara að játa mig sigraðan?
Nei, nú sé ég að búið er að laga fréttina um Maradona !
![]() |
Maradona öskuillur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2009 | 01:43
Kannanir hafa sýnt...
Eitthvað rámar mig í kannanir sem hafi sýnt að sá líkamhluti sem hafi mest gagnkvæm áhrif á kynin séu rassar þeirra, hinn breiði hjá konunum og hinn mjói hjá körlunum.
Mikil frumskógar- og frummannalykt af þessu. Förum ekki nánar út í það eins og Kristján heiti ég Ólafsson myndi segja.
![]() |
Unnustinn hrósar afturendanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)