Agi, þekking og fyrirhyggja, - nei !

Við landnám Íslands hófst fyrsta íslenska "gróðærið", byggt á þeim hernaði gegn landinu sem fólst í skefjalausu skógarhöggi og beit.

Rannsóknir sýna að Ari fróði hafði rétt fyrir þegar hann segir 250 árum síðar að við landnám hafi landið verið viði vaxið milli fjalls og fjöru og að meirihluti þess viðarklædda lands hafi þá þegar verið búið að höggva og beita.

Orð Ara fróða sýna líka að menn vissu mætavel hvað þeir voru að gera og í hvað stefndi.

En þeir kærðu sig kollótta heldur sögðu það sama og íslenski ráðamaðurinn sagði fyrir tíu árum: "Það verður vandamál þeirra kynslóða sem þá verða uppi."

1262 neyddust Íslendingar til að beygja sig fyrir afleiðingunum af þessu landlæga agaleysi og skorti á fyrirhyggju. Aðeins Noregskonungur gat tryggt samgöngur við landið og frið í því.

Á átjándu öld var svo komið að Íslendingum fækkaði um fjórðung á sama tíma og Norðmönnum fjölgaði um helming. Viðleitni Landsnefndarinnar sem stofnuð var til að vinna að umbótum var unnin fyrir gýg vegna þess að hinn íslenski aðall, stórbændur og embættismenn hélt í völd sín af alefli.

Þegar Framtíðarlandið fer nú fram á eðlileg vinnubrögð við nýtingu landsins er það á skjön við þetta þjóðareinkenni Íslendinga sem Nóbelskáldið lýsti svo vel í grein sinni um hernaðinn gegn landinu.

Nú, á öld upplýsingar, hefur meðvitað þekkingarleysi bæst við agaleysið og fyrirhyggjuleysið.

Það þykir af hinu illa að kanna mál og fá yfirsýn yfir þau. Slíku er líkt við hryðjuverk, öfgar og þaðan af verra og talað um óvini einstakra landshluta og jafnvel þjóðarinnar allrar.

Í sumar átti ég í mestu erfiðleikum með að svara spurningum erlendra fjölmiðlamanna um íslensk virkjanamál.

Sama segir við mig Guðmundur bóndi Ármannsson á Vaði í Norðurbyggð á Héraði.

Ítalir sem spurðu hann gátu ekki skilið hann fyrr en hann prófaði þá skýringu að Davíð og Halldór hefðu gert hrossakaup. "Þú styður einkavæðinguna" sagði Davíð "og þá skal ég koma virkjununum þínum í gegn." Þetta skildu Ítalirnir. "Aha, Berlusconi" sögðu þeir.

 


mbl.is Vilja öguð vinnubrögð um stórframkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýir tímar.

Það eru nýir tímar. Tímar þar sem litlu skiptir hvort hér er kreppa eða hvernig fjármálalegum og stjórnmálalegum samskiptum okkar við umheiminn eru.

Hér, eins og annars staðar, ryður sér til rúms starfsemi á borð við Vítisengla og annarra glæpasamtaka, sem þekkja engin landamæri.

Kreppan hefur þó áhrif til ills ef löggæslan verður veikt um of.

"Gróðærið" færði okkur svimandi flókin lagaleg úrlausnarefni sem kallar á mannskap og löggjöf til að bregðast þannig við því að við ráðum við afleiðingarnar af hruninu og færum komandi kynslóðum lærdóma og umbætur.

Þetta eru tímar stórra áskorana sem verður að taka svo að hinir nýju tímar verði, þrátt fyrir allt, betri tímar.


mbl.is Mansal, þjófnaður og fjársvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband