Nýir tímar.

Það eru nýir tímar. Tímar þar sem litlu skiptir hvort hér er kreppa eða hvernig fjármálalegum og stjórnmálalegum samskiptum okkar við umheiminn eru.

Hér, eins og annars staðar, ryður sér til rúms starfsemi á borð við Vítisengla og annarra glæpasamtaka, sem þekkja engin landamæri.

Kreppan hefur þó áhrif til ills ef löggæslan verður veikt um of.

"Gróðærið" færði okkur svimandi flókin lagaleg úrlausnarefni sem kallar á mannskap og löggjöf til að bregðast þannig við því að við ráðum við afleiðingarnar af hruninu og færum komandi kynslóðum lærdóma og umbætur.

Þetta eru tímar stórra áskorana sem verður að taka svo að hinir nýju tímar verði, þrátt fyrir allt, betri tímar.


mbl.is Mansal, þjófnaður og fjársvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hjón sem ég þekki lánuðu af gæsku sinni dýrt smíðatól, kostaði 1,4 millur fyrir gengishrun. Lánið veittu þau með milligöngu innflutningsverslunarinnar sem seldi þeim smíðatólið og þetta átti aðeins að vera greiðasemi í skamman tíma.

Það næsta sem þau vissu var að lánþiggjandinn var búinn að selja græjuna austur á land.

Eftir nokkrar málaleitanir við lánþiggjandann og fulltrúa innflutningsverslunarinnar ætluðu þau að kæra málið til lögreglu.

Fengu þar þau svör að lögreglan hefði hvorki tíma né mannafla til að fást við svona smámál. Þau yrði að fá sér lögmann og fara í einkamál.

Og þar við situr.

Finnst einhverjum þetta eðlileg viðbrögð af hálfu lögreglunnar?

Kreppa eða ekki kreppa -- kreppa sem að verulegu leyti er tilbúin af fjölmiðlun og stjórnarandstæðingum og stjórnarandstæðinga-andstæðingum.

Sigurður Hreiðar, 21.10.2009 kl. 12:12

2 identicon

Og er einhver hissa á að fólk leiti frekar til Handrukkara heldur en lögreglu ?

Fransman (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 15:38

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsókn hér hún var í vændi,
vesalinga að sér hændi,
opin var í enda báða,
alltaf voru þeir að fá'ða.

Þorsteinn Briem, 21.10.2009 kl. 17:45

4 identicon

Flott Steini Briem. Þú ert snjall.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband