22.10.2009 | 11:40
Ráð við sársauka.
Frábær forsíðumynd í Morgunblaðinu leiðir hugann að sársaukanum, sem við þurfum öll að glíma við á erfiðum stundum, - í mismiklum mæli þó.
Ég hef brugðið á það ráð að beisla hugann og ímyndunaraflið við svona aðstæður á þann hátt að koma mér út úr líkamanum, til dæmis í tannlæknastól.
Ég ímynda mér að ég horfi á stóran kringlóttan mæli á veggnum andspænis mér sem sýnir sársaukann frá 0 upp í 100. 100 er mesti mögulegi sársauki, sem veldur meðvitundarleysi, en mesti mögulegi sársauki frá hendi læknisins er um 50.
Síðan fylgist ég spenntur með mælinum sem sýnir sársauka minn og er þannig búinn að koma mér út úr líkamanum og fylgist með sem þriðja persóna, utanaðkomandi.
Sársaukinn er yfirleitt að rjátla í kringum 10-15 og kannski í mesta lagi upp í 20. Með þessari aðferð tekst mér að draga úr atferli skræfunnar sem blundar í okkur öllum.
Þá sögu hef ég heyrt að þegar Haukur Clausen hafi gerst tannlæknir hafi einn af bestu æskuvinum hans, Steingrímur Hermannsson, lýst því yfir að aldrei skyldi hann þurfa að deyfa sig.
Mun Steingrímur hafa staðið við þetta heit. En Steingrímur er ekkert venjulegur maður. Leitun er að eins miklum keppnismanni og karlmenni og honum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.10.2009 | 11:23
Hugurinn hjá vinunum.
Atvikin hafa því þannig að í gær og í dag hef ég verið á ferð um Brúaröræfi til þess að ganga frá útgerð minni þar fyrir veturinn með aðstoð míns góða vinar Þórhalls Þorsteinssonar. Blogga nánar um það þegar ég kem suður.
Ef ekki hefði háttað svona til hefði ég viljað sýna stórvini mínum Völundi Jóhannessyni hluttekningu og látinnar eiginkonu hans virðingu og þakklæti með því að vera viðstaddur útför hennar fyrir sunnan.
En hugurinn er ekki aðeins hjá þessum vinum mínum heldur ekki síður Flosa Ólafssyni, sem ég er raunar nýbúinn að blogga um.
Hafði raunar símasamband við hann vegna vísnanna eftir hann í bloggpistlinum og þá röbbuðum við á léttu nótunum um glímuna við Elli kerlingu og lífsins ófyrirsjánalegu sviptingar.
Nú berst það í fréttum að hann hafi lent í alvarlegu slysi. Megi honum farnast sem best við að glíma við afleiðingarnar af því. Áfram, Flosi ! Við hugsum til þín.
![]() |
Flosi Ólafsson töluvert slasaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)