Hugurinn hjá vinunum.

Atvikin hafa því þannig að í gær og í dag hef ég verið á ferð um Brúaröræfi til þess að ganga frá útgerð minni þar fyrir veturinn með aðstoð míns góða vinar Þórhalls Þorsteinssonar. Blogga nánar um það þegar ég kem suður.

Ef ekki hefði háttað svona til hefði ég viljað sýna stórvini mínum Völundi Jóhannessyni hluttekningu og látinnar eiginkonu hans virðingu og þakklæti með því að vera viðstaddur útför hennar fyrir sunnan.

En hugurinn er ekki aðeins hjá þessum vinum mínum heldur ekki síður Flosa Ólafssyni, sem ég er raunar nýbúinn að blogga um.

Hafði raunar símasamband við hann vegna vísnanna eftir hann í bloggpistlinum og þá röbbuðum við á léttu nótunum um glímuna við Elli kerlingu og lífsins ófyrirsjánalegu sviptingar.

Nú berst það í fréttum að hann hafi lent í alvarlegu slysi. Megi honum farnast sem best við að glíma við afleiðingarnar af því. Áfram, Flosi ! Við hugsum til þín.


mbl.is Flosi Ólafsson töluvert slasaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband