6.10.2009 | 20:31
Kominn tími til.
Það var kominn tími til að orð í líkingu við afsökunarbeiðni forsætisráðherra í dag yrðu sögð. Þótt fyrr hefði verið.
Afsökunarbeiðni felur ekki aðeins í sér að biðja sér griða. Hún þýðir játningu á því að hafa gert mistök eða gert rangt.
Hún verður líka að fela í sér iðrun og yfirbót. Þess vegna er það oft svo erfitt að biðja afsökunar.
Afsökun og fyrirgefning eru eitt af grundvallaratriðum kristinnar trúar og þróaðrar siðferðisvitundar, sem ber í sér kærleika og velvilja.
Ég var að koma af frumsýningu á mynd Helga Felixsonar, "Guð blessi Ísland" og tek ofan fyrir honum og samstarfólki hans.
Ef einhvern tíma var þörf á svona heimildarmyndagerð á Íslandi var það á þessu ári, sem liðið er frá hruninu.
Helgi fer þá ágætu leið að segja söguna að mestu í gegnum þrjár persónur, Evu Hauksdóttur, Sturlu Jónsson og Dúna Geirsson.
Í myndinni úir og grúir af minnisverðum myndskeiðum og Helga tekst að laða fram hið mannlega, jafnt í hversdagslífinu sem í mögnuðum atburðum búsáhaldabyltingarinnar.
Við sjáum fólk í nýju ljósi í samskiptum þess við sína nánustu.
Fyrsta myndskeiðið af Geir Haarde þögulum áður en hann byrjar að tala í myndavélina er afar sterkt. Maður fær samúð með honum sem manneskju, finnur hvað honum er mikið niðri fyrir og hugsi yfir því sem á honum og öllum hefur dunið.
Þetta upphafsmyndskeið gefur tóninn.
Ýmis ummæli í myndinni eru minnisverð svo sem þegar Björgólfur Thor Björgólfsson segir að það sé misskilingur þegar fólk spyr, hvert allir þessir peningar hafi farið, rétt eins og þeir hafi farið af einni hönd yfir á aðra.
"Peningarnir fóru ekki neitt", segir Björgólfur, - "peningarnir hurfu bara."
Jón Ásgeir Jóhannesson lýsir því ágætlega hvernig hinir íslensku útrásarvíkingar voru komnir inn í samfélag skæðustu peningamanna heimsins og drógu dám af þeim.
Hann segir að hrunið hafi aldrei þurft að verða en í þeim ummælum tel ég hann vera ósamkvæman sjálfum sér.
Hinir íslensku nýliðar fengu glýju í augun í því alþjóðlega umhverfi blindrar gróðahyggju og áhættufíknar, sem þeir soguðust inn í.
Þetta gat aldrei endað nema með hruni. Ef það er rétt hjá Björgólfi að peningarnir hafi horfið, voru þeir að mestu leyti aldrei til og slík blekking gat aldrei endað nema á einn veg.
![]() |
Biður þjóðina afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.10.2009 | 13:28
Mestur hluti Skerjafjarðar er eftir.
Framtak Garðabæjar er stórt skref í rétta átt varðandi verndun Skerjafjarðar og annarra náttúruverðmæta á höfuðborgarsvæðinu. Margir góðir Garðbæingar hafa lagt þessu lið um árabil og má þar nefna Ólaf G. Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóra, ráðherra og forseta Alþingis.
Nú er að sjá hvert framhaldið verður hvað snertir mestallan Skerjafjörð, svæði sem liggja í lögsögu Álftaness, Kópavogs, Reykjavíkur og Seltjarnarness.
Í ráðherratíð Sivjar Friðleifsdóttur var lagður grunnur að því að allur Skerjafjörður yrði friðaður.
Ein af náttúrperlum fjarðarins eru Löngusker, en þar sem selir og fuglar eiga sérstæðan griðareit.
Ein af hugmyndum um Reykjavíkurflugvöll hefur verið sú að byggja flugvöll á skerjunum.
Mér hefur fundist sú hugmynd mjög óraunhæf. Halda menn virkilega að íbúarnir í öllum sveitarfélögunum við Skerjafjörð muni samþykkja Löngusker sem flugvallarstæði?
Í öðru lagi er þessi hugmynd líka slæm, jafnvel þótt menn samþykktu að gera uppfyllingu á skerjunum.
Flugvöllur á Lönguskerjum byggist á því að fara út í þrjú verkefni:
1. Byggður flugvöllur á Lönguskerjum.
2. Rifinn flugvöllur í Vatnsmýri. (Aðeins 30% hans er þó í Vatnsmýri)
3. Reist íbúðabyggð í Vatnsmýri.
En ef menn vilja hafa flugvöll á Skerjafjarðarsvæðinu, hvers vegna er þá dæmið ekki leyst með því að fara út í aðeins eitt verkefni í stað þriggja:
1. Reist íbúðabyggð á Lönguskerjum. Málið dautt.
Ég fæ meðal annars þau andmæli að það sé svo mikið saltrok á Lönguskerjum. Einmitt það. Er betra að saltrokið leiki um flugvélarnar ?
Niðurstaða mín: Leyfið þið Skerjafirði að vera í friði sem og Reykjavíkurflugvelli með lagfæringum sem gera hann bæði betri, færa hann fjær miðborg Reykjavíkur og afleggja flug yfir Kársnes. Get bloggað um það síðar.
![]() |
Gálgahraun og Skerjafjörður formlega friðlýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.10.2009 | 12:51
Stórkostlegur Íslendingur.
Baltasar Kormákur er einn merkasti Íslendingur samtímans. Hann er ekki fyrirferðarmikill í fjölmiðlum eða slær um sig, heldurmaður sem lætur verkin tala.
Árangur hans segir meira en mörg orð um það hvað í honum býr.
Það eru svona menn sem við þurfum á að halda nú þegar kreppir að.
![]() |
Stærsta verkefnið til þessa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)