25.11.2009 | 23:15
"Faðirvorinu snúið upp á andskotann."
Ofangreind setning hefur verið viðhöfð um það þegar þeir sem ganga fremst í einhverju athæfi berja sér á brjóst og segjast gera þveröfugt.
Skúli Thoroddsen talar um "umhverfismeðvitað samspil atvinnulífs og náttúru sem virkjanamenn stundi í anda sjálfbærrar þróunar."
Hvílíkt öfugmæli. Vaðið er af stað með framkvæmdir sem munu valda gríðarlegum umhverfisspjöllum áður en búið er að kanna áhrif þeirra eða það hve mikil orka sé í raun í boði, hvernig eigi að láta dæmið ganga upp og hve lengi orkan muni endast.
Samkvæmt yfirlýsingum sérfræðinga er giskað á að orkuöflunarsvæðin endist í 50 ár hvert að jafnaði en þó sé ekki hægt að sjá hver endingin verði fyrr en eftir einhvern ótiltekinn árafjölda.
Ef þá komi í ljós að vinnslan sé of mikil til þess að hún geti talist endurnýjanleg, verði vinnslan einfaldlega minnkuð í samræmi við það.
Og það á að gera án tillits til þess að álverin hafa samið um meiri orku og þurfa hana.
Ég vil frekar kalla þetta umhverfismeðvitundarleysi sem er á skjön við sjálfbæra þróun og bitna mun á afkomendum okkar og þeim fjölmörgu fyritækjum, sem bjóða upp á miklu skaplegri, öruggari, umhverfisvænni og betri nýtingu orkunnar.
Var einmitt að nefna eitt þeirra tækifæra í næsta bloggi á undan þessu.
![]() |
Svandís veruleikafirrt eða vanhæf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.11.2009 | 14:52
Til þess var Obama kosinn.
Það hefði orðið hlálegt ef Obama Bandaríkjaforseti hefði ekki látið sjá sig á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna eftir að hann hafði farið sérstaka og mislukkaða ferð þangað fyrir heimaborg sína fyrr í haust til að krækja í Ólympíuleika fyrir hana.
Obama var kjörinn sem valdamesti maður heims til að sinna helstu vandamálum heims og gera þau að minnsta kosti jafnmikilvæg í hans huga og kjördæmispot heima fyrir.
Í Kaupmannahöfn verður viðhöfð heilmkil talnaleikfimi þegar tekist verður á um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og ég fékk svona smá forsmekk af hluta hennar í morgun.
Það var þegar ég átti skemmtilegt tal við sendiherra Indlands á Íslandi, einstaklega fróðleiksfúsan og aðalaðandi mann.
Þegar talið barst að aðgerðum fyrir lofthjúpinn og þátt þjóða heim í þeim varð hinn mikli og sívaxandi skerfur Indverja í lofmengun heims að umræðuefni.
Sendiherrann viðurkenndi fúslega skyldu þjóðar sinnar í þeim efnum en benti jafnframt á að í svona rökræðu við vestrænan mann mætti það alveg koma fram að hver Indverji sendi sexfalt minna magn af gróðurhúsalofttegundum út í heiminn en gerðist hjá okkur.
Já, við erum á svipuðu róli og Bandaríkjamenn sem eru 5% mannkyns en menga 25%.
Ég horfði á Indverjann og bílaumferðina sem þaut framhjá okkur með mest mengandi bílaflota nokkurrar þjóðar í Evrópu og talið um þetta efni varð ekki mikið lengra.
Það beindist meðal annars að því að í samstarfi við Indverja er vonast til að framleiðsla indverskt ættaðra rafmagnsbíla, sem um ræði, nýti jarðvarmaorkuna fimmfalt betur en aðrir kaupendur orkunnar.
Ástæðan er sú að 85% orkunnar fer nú í formi gufu út í loftið, en hin indverskættaða framleiðsla mun nota afgangsgufuna á þann hátt að í stað þess að þurfa 250 megavött þarf aðeins 50.
Þannig hrúgast upp möguleikar til skynsamlegri nýtingar þessarar orku á annan hátt en þann að ráðstafa henni mestallri til eins kaupanda og eiga jafnvel ekki til næga orku handa honum.
![]() |
Obama ætlar til Kaupmannahafnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.11.2009 | 08:37
"Nú eg bgennivínið ogðið svo dýgt...".
Áfengi og tóbak eru samanlagt mesta böl þjóðfélagsins og hinn raunverulega stóri fíkniefnavandi.
Því er til mikils að vinna að minnka neysluna þar og vinna gegn þessu böli.
En hversu þarfar sem nýjar álögur á þessar vörur eru, er vitað um þá skattheimtu eins og aðra, að einhvers staðar eru takmörk fyrir því hve langt er hægt að ganga án þess að smygl og brugg færist það mikið í aukana að ávinningurinn af skattheimtunni verði enginn.
Mikilvægt er að finna línuna, sem ekki þýðir að fara yfir. Óskand er að nýjustu gjöldin núna séu réttu megin við þessa línu. Þó ber þess að gæta að í kreppu færist línan í öfuga átt miðað við það sem best er fyrir skattheimtuna.
Svo ótrúlega margir geta nefnilega tekið undir með fornvini mínum, sem var gormæltur áfengissjúklingur og sagði við mig eftir nýjustu verðhækkunina á sínum tíma: "Nú eg bgennivínið ogðið svo dýgt, Ómag, að maðug hefug ekki efni á að kaupa ség skó."
En ef svo er ekki, er erfitt að snúa til baka eftir að smygl og brugg eru búin að festa sig í sessi. Þá þarf aukna löggæslu til að uppræta slíkt og það kostar peninga.
![]() |
Áfengisgjaldið hækkar um 42% á einu ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)