"Faðirvorinu snúið upp á andskotann."

Ofangreind setning hefur verið viðhöfð um það þegar þeir sem ganga fremst í einhverju athæfi berja sér á brjóst og segjast gera þveröfugt. 

Skúli Thoroddsen talar um "umhverfismeðvitað samspil atvinnulífs og náttúru sem virkjanamenn stundi í anda sjálfbærrar þróunar."

Hvílíkt öfugmæli. Vaðið er af stað með framkvæmdir sem munu valda gríðarlegum umhverfisspjöllum áður en búið er að kanna áhrif þeirra eða það hve mikil orka sé í raun í boði, hvernig eigi að láta dæmið ganga upp og hve lengi orkan muni endast. 

Samkvæmt yfirlýsingum sérfræðinga er giskað á að orkuöflunarsvæðin endist í 50 ár hvert að jafnaði en þó sé ekki hægt að sjá hver endingin verði fyrr en eftir einhvern ótiltekinn árafjölda.

Ef þá komi í ljós að vinnslan sé of mikil til þess að hún geti talist endurnýjanleg, verði vinnslan einfaldlega minnkuð í samræmi við það.   

Og það á að gera án tillits til þess að álverin hafa samið um meiri orku og þurfa hana. 

Ég vil frekar kalla þetta umhverfismeðvitundarleysi sem er á skjön við sjálfbæra þróun og bitna mun á afkomendum okkar og þeim fjölmörgu fyritækjum, sem bjóða upp á miklu skaplegri, öruggari, umhverfisvænni og betri nýtingu orkunnar. 

Var einmitt að nefna eitt þeirra tækifæra í næsta bloggi á undan þessu.  


mbl.is Svandís veruleikafirrt eða vanhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Heimatilbúnir og tímabundnir erfiðleikar eru notaðir sem skálkaskjól til að ganga á framtíðna og fórna náttúruperlum og skerða þannig lífsgæði afkomenda okkar. Léttúðleg skuldsetning komandi kynslóða getur hæglega leitt til þess að þjóðin missi forræði á auðlindum sínum. Viðeigandi orð umhverfismeðvitundarleysi, um þann hugsunarhátt að neyta á meðan á nefinu stendur en láta framtíðina skeika sköpum.

Var það ekki einmitt þessi hugsunarháttur sem leiddi til hunsins?

Sigurður Þórðarson, 26.11.2009 kl. 12:04

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Satt segirðu, Sigurður, það hefur svo sárlega lítið breyst þrátt fyrir hrunið. Hugsunarhátturinn að baki þess, skammatímagræðgi og áhættufíkn, lifir góðu lífi í mörgu því sem nú er uppi í þjóðfélagi okkar.

Ómar Ragnarsson, 26.11.2009 kl. 12:23

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Stóriðjudraumar kunna að enda í martröð. Ástæðan er offramboð á áli en álverð hefur verið óvenjuhátt óvenjulega lengi. Hversu lengi það kann að vera er ekki ljóst.

Þá er einnig meira en líklegt að Bandaríkjamenn taki upp söfnun á einnota umbúðum einkum áldósum. Í dag er langmest urðað og ef þetta væri tekið til endurvinnslu væri magnið það mikið að loka mætti öllum álverum í allri norður Evrópu. Yrðu þá ekki álverin hér draugahús eins og gamla verksmiðjan á Djúpavogi var eftir að síldin hvarf?

Þá hefði verið betra að fara hægar í alla þessa orkuöflun. Er stóriðjan ekki á góðri leið að fara með okkur langleiðina til andskotans með brambolti sínu?

Ál trúboðið hefur alla vega skaðað meira í þessu samfélagi en flest annað.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.11.2009 kl. 13:36

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það sem getur bjargað álverunum hér er hvað þau eru ný og því hagkvæmari en gömlu álverin.

Eftir stórfellt gengisfall krónunnar eru launin í álverunum mjög hagstæð fyrir eigendurna svo og orkuverðið.

Þetta gengur líklega upp hér vegna þess að hugarfar okkar að baki er svipað og var hjá þriðja heims þjóðum á sínum tíma þegar verksmiðjur voru reistar þar.

Bæklingurinn sem Andri Snær uppgötvaði, "Lowest energieprizes" er einn af bautasteinum íslenska stóriðju- og virkjanaæðisins.

Ómar Ragnarsson, 26.11.2009 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband